Ása Sigríður Þórisdóttir 14. okt. 2021

Lífið breytir um lit

Grein sem birtist í Fréttablaðinu 13. október 2021.

  • Halla Þorvaldsdóttir
    Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Bleiki liturinn er litur umhyggjunnar. Með Bleiku slaufunni, átaki Krabbameinsfélagins í rúm 20 ár, sýnum við þeim 850 konum sem á hverju ári greinast með krabbamein stuðning okkar í verki og minnumst þeirra sem við höfum misst.

Krabbamein valda flestum ótímabærum dauðsföllum hér á landi og krabbameinstilvikum fer fjölgandi samhliða hækkuðum aldri þjóðarinnar. Góðu fréttirnar eru þær að dánartíðni fer lækkandi en lífshorfur kvenna sem greinast með krabbamein hafa meira en tvöfaldast frá því skráning krabbameina hófst fyrir 60 árum. Nú eru um 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein.

Að takast á við krabbamein er krefjandi bæði fyrir þann sem veikist og aðstandendur. Enginn þarf að standa einn í þeim sporum. Þess vegna býðst sjúklingum og aðstandendum ókeypis stuðningur og ráðgjöf fagfólks og sjálfboðaliða hjá Krabbameinsfélaginu, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Margs konar námskeið eru í boði sem öll miða að því að hjálpa fólki að finna jafnvægi í lífinu, í kjölfar þeirra breytinga sem fylgja með erfiðum veikindum og eftirköstum þeirra.

Markmið Krabbameinsfélagsins er að fækka krabbameinum. Það er þolinmæðisverkefni þar sem árangurinn skilar sér oft ekki fyrr en áratugum seinna. Forvarnarstarf félagsins átti stóran þátt í að draga verulega úr reykingum og notkun ljósabekkja en lengra er í land varðandi aðra áhættuþætti. Þar er samstillt átak mikilvægt.

Á vegum félagsins er stundað öflugt vísindastarf, bæði hjá félaginu sjálfu en einnig á vegum Vísindasjóðs félagsins, sem hefur styrkt 37 rannsóknir um 316 milljónir á síðustu fimm árum. Allt miðar það að því að finna orsakir krabbameina, nýjar leiðir í meðferð eða að bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda.

Starf Krabbameinsfélagsins er mjög fjölbreytt. Það er rekið fyrir sjálfsaflafé, stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Félagið er til fyrir fólkið í landinu og almenningur á heldur betur hlutdeild í árangursríku starfi þess í gegnum tíðina.

Ég hvet þig til að vera til taks og sýna stuðning í verki með kaupum á Bleiku slaufunini.

Verum til!

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

 

  • Grein sem birtist í Fréttablaðinu 13. október 2021.

Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?