Björn Teitsson 4. jan. 2021

Lífeindafræðinemar við HÍ fengu fimm smásjár að gjöf

  • Frumukonur

Martha Á. Hjálmarsdóttir, námsbrautarstjóri við lífeindafræði í HÍ, veitti smásjánum viðtöku. Þær eiga eftir að koma að góðum notum að hennar sögn. 

Á síðasta vinnudegi ársins 2020 tók Martha Á. Hjálmarsdóttir, námsbrautarstjóri í Námsbraut í lífeindafræði við Háskóla Íslands, við fimm smásjám sem notaðar hafa verið við skimun og rannsóknir hjá Leitarstöð og Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins. Þær voru gefnar námsbrautinni nú þegar Leitarstöðin var lögð niður. 

Martha sagði við það tækifæri að smásjárnar kæmu sér mjög vel en að gleðin yfir gjöfinni væri tregablandin því með niðurlagningu Leitarstöðvarinnar og Frumurannsóknarstöðvarinnar glataðist mjög mikilvæg þekking sem konur þessa lands þyrftu á að halda. 

Hún sagði leitt hve umfjöllun um starfsemina hafi verið óvægin því mjög gott starf hefði verið unnið til fjölda ára og því væri mikilvægt að muna að lífeindafræðingar Leitarstöðvarinnar geta kvatt starfið sitt stoltar og óskaði þeim innilega velfarnaðar.  


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?