Ása Sigríður Þórisdóttir 29. ágú. 2022

Laus störf: sérfræðingar á sviði forvarna og tölfræði

Krabbameinsfélagið leitar að tveimur metnaðarfullum sérfræðingum til starfa við forvarnir og fræðslu, tölfræði og gagnavinnslu.

Hjá Krabbameinsfélaginu starfar mjög öflugur og fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem vinnur í þágu fólksins í landinu að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Fræðsla og forvarnir:

Við leitum að skapandi, skipulögðum, sjálf­stæðum og drífandi eldhuga í fjölbreytt starf. Starfshlutfall er 70 – 100%.

Starfið felst meðal annars í að vinna að ýmiskonar fræðsluefni sem snýr að forvörnum og mörgum öðrum málefnum sem varða krabbamein á fjölbreyttan hátt og vinnu við átaksverkefni og viðburði auk annars samstarfs við aðrar deildir félagsins og samstarfsaðila.

Starfið gerir kröfu um mjög góða færni í að tjá sig í riti og ræðu, þjónustulund, sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfileika, færni og lipurð í samskiptum.

Viðkomandi skal vera heilbrigðisstarfsmaður. Viðbótarmenntun, til dæmis í lýðheilsuvísindum er kostur. Góð íslenskukunnátta er áskilin auk kunnáttu í ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferils­skrám og afritum af prófskírteinum og starfs­leyfum, skal senda Sigrúnu Elvu Einarsdóttur, teymisstjóra, á netfangið sigrunelva@krabb.is í síðasta lagi 8. sept­ember nk. Sigrún Elva veitir einnig nánari upplýsingar.

Rannsókna- og skráningarsetur:

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjart­að á réttum stað, til starfa á sviði tölfræði og gagnavinnslu. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf, 70-100% starfshlutfall.

Helstu verkefni eru tölfræðileg úrvinnsla, gagnavinnsla í rannsóknarverkefnum, afhending gagna úr krabbameinsskrá til samanburðar við önnur lönd, gagnaöryggi, leiðbeining nemenda og skráning krabbameina. Í starfinu er gerð krafa um sjálfstæði og frumkvæði, mikla nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni í samskiptum.

Viðkomandi skal hafa háskólamenntun í heilbrigðisverkfræði, tölfræði eða sambærilega menntun. Góð almenn tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu er nauðsynleg svo og áhugi á krabbameinsrannsóknum, tölfræði og faraldsfræði. Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku og gjarnan einu Norðurlandamáli er nauðsynleg.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Laufeyju Tryggvadóttur, forstöðumanni laufeyt@krabb.is í síðasta lagi 8. september nk. Laufey veitir einnig nánari upplýsingar. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?