Björn Teitsson 8. jún. 2021

Laufey og Jóhanna fulltrúar Íslands í Horizon Europe

  • Laufey-KI-juni-2018-uti-3-1-

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Jóhanna Eyrun Torfadóttir sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetrinu, taka þátt í aðgerðum ESB í krabbameinsvörnum í gegnum Rannsókna- og nýsköpunaráætlun sambandsins.

Stór hækkun varð nýlega á þeirri upphæð sem Evrópusambandið setur í varnir gegn krabbameinum í Evrópu í gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Þannig eru 4 milljarðar evra áætlaðir í næstu Krabbameinsáætlun Evrópu (Europe's Beating Cancer Plan) og mun mestur hluti upphæðarinnar fara í Horizon Europe. Ísland á nú tvo fulltrúa í undirhópi Horizon sem fjallar um krabbamein, þær Laufeyju Tryggvadóttur og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur.

K66-Johanna-1-Jóhanna Eyrún Torfadóttir.


Nota á féð í forvarnir og skimun fyrir krabbameinum, jöfnun aðgangs að greiningu og meðferð og í að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og þeirra sem læknast.
Horizon Europe - Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 - styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa Íslendingar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.


Heilbrigðisvísindi falla undir Stoð 2 – Áskoranir og samkeppnishæfni.


Nýverið var stofnaður undirhópur í Horizon Europe með fókus á krabbamein (Subgroup on cancer) og á Ísland þar tvo fulltrúa. Undirhópurinn enduspeglar nýstárlega nálgun framkvæmdastjórnar ESB, þar sem þetta verður eini hópurinn þar sem heilbrigðisyfirvöld og vísindasamfélagið koma saman til að ræða áherslur á sviði krabbameina, þ.m.t. samhæfingu aðgerða.


Fulltrúar Íslands:
Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands var tilnefnd af Rannís sem fulltrúi vísindasamfélagsins á Íslandi.J óhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Landlæknisembættinu var tilnefnd af Heilbrigðisráðuneytinu sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda.


Fyrsti fundur undirhópsins var haldinn í maí 2021.


Hér má sjá tilkynningu Evrópusambandsins um stofnun undirhóps um krabbamein:https://ec.europa.eu/health/sites/default/files/non_communicable_diseases/docs/ev_20210304_flash_en.pdf


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?