Björn Teitsson 8. jún. 2021

Laufey og Jóhanna fulltrúar Íslands í Horizon Europe

  • Laufey-KI-juni-2018-uti-3-1-

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Jóhanna Eyrun Torfadóttir sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetrinu, taka þátt í aðgerðum ESB í krabbameinsvörnum í gegnum Rannsókna- og nýsköpunaráætlun sambandsins.

Stór hækkun varð nýlega á þeirri upphæð sem Evrópusambandið setur í varnir gegn krabbameinum í Evrópu í gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Þannig eru 4 milljarðar evra áætlaðir í næstu Krabbameinsáætlun Evrópu (Europe's Beating Cancer Plan) og mun mestur hluti upphæðarinnar fara í Horizon Europe. Ísland á nú tvo fulltrúa í undirhópi Horizon sem fjallar um krabbamein, þær Laufeyju Tryggvadóttur og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur.

K66-Johanna-1-Jóhanna Eyrún Torfadóttir.


Nota á féð í forvarnir og skimun fyrir krabbameinum, jöfnun aðgangs að greiningu og meðferð og í að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og þeirra sem læknast.
Horizon Europe - Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 - styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa Íslendingar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.


Heilbrigðisvísindi falla undir Stoð 2 – Áskoranir og samkeppnishæfni.


Nýverið var stofnaður undirhópur í Horizon Europe með fókus á krabbamein (Subgroup on cancer) og á Ísland þar tvo fulltrúa. Undirhópurinn enduspeglar nýstárlega nálgun framkvæmdastjórnar ESB, þar sem þetta verður eini hópurinn þar sem heilbrigðisyfirvöld og vísindasamfélagið koma saman til að ræða áherslur á sviði krabbameina, þ.m.t. samhæfingu aðgerða.


Fulltrúar Íslands:
Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands var tilnefnd af Rannís sem fulltrúi vísindasamfélagsins á Íslandi.J óhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Landlæknisembættinu var tilnefnd af Heilbrigðisráðuneytinu sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda.


Fyrsti fundur undirhópsins var haldinn í maí 2021.


Hér má sjá tilkynningu Evrópusambandsins um stofnun undirhóps um krabbamein:https://ec.europa.eu/health/sites/default/files/non_communicable_diseases/docs/ev_20210304_flash_en.pdf


Fleiri nýjar fréttir

Vigdis

21. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Vigdís Finnbogadóttir

Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Krabbameinsfélags Íslands og er að sjálfsögðu eitt af 70 andlitum félagsins á 70 ára afmælinu. Hér er Vigdís ásamt Þorvaldi bróður sínum á táningsaldri. 

Lesa meira

18. jún. 2021 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Fékkst þú vinning?

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins. Vinningar eru að þessu sinni 312 talsins að verðmæti um 53,5 milljónir króna.

Lesa meira
Hrafn_tulinius

16. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Hrafn Tulinius

Hrafn Tulinius var yfirlæknir Krabbameinsskráarinnar frá 1975 til 2001. Á þeim tíma urðu miklar framfarir í íslenskum krabbameinsrannsóknum og faraldsfræðum. Hrafn kom með alþjóðlega strauma í starfið en hann og fjölskylda hans hafa haldið nánum tengslum við Frakkland. 

Lesa meira

11. jún. 2021 : Athugasemdir og leiðréttingar Krabbameinsfélags Íslands

Við skýrslu heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi, samkvæmt beiðni. Í skýrslunni kemur glöggt fram hve ábótavant undirbúningi flutnings leghálsskimana frá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands var.

Lesa meira
SIGRIDUR_1623407756714

11. jún. 2021 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigríður Thorlacius

Sigríður Thorlacius, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, hefur misst tvær systir sínar vegna krabbameina. Þær fengu báðar heilaæxli. Sem hluta bataferlis, gerðist Sigríður síðan Velunnari Krabbameinsfélagsins, til að styðja við rannsóknir, fræðslu og ráðgjöf vegna krabbameina. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?