Björn Teitsson 8. jún. 2021

Laufey og Jóhanna fulltrúar Íslands í Horizon Europe

  • Laufey-KI-juni-2018-uti-3-1-

Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins og Jóhanna Eyrun Torfadóttir sérfræðingur hjá Rannsókna- og skráningarsetrinu, taka þátt í aðgerðum ESB í krabbameinsvörnum í gegnum Rannsókna- og nýsköpunaráætlun sambandsins.

Stór hækkun varð nýlega á þeirri upphæð sem Evrópusambandið setur í varnir gegn krabbameinum í Evrópu í gegnum Horizon Europe, Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027. Þannig eru 4 milljarðar evra áætlaðir í næstu Krabbameinsáætlun Evrópu (Europe's Beating Cancer Plan) og mun mestur hluti upphæðarinnar fara í Horizon Europe. Ísland á nú tvo fulltrúa í undirhópi Horizon sem fjallar um krabbamein, þær Laufeyju Tryggvadóttur og Jóhönnu Eyrúnu Torfadóttur.

K66-Johanna-1-Jóhanna Eyrún Torfadóttir.


Nota á féð í forvarnir og skimun fyrir krabbameinum, jöfnun aðgangs að greiningu og meðferð og í að bæta lífsgæði krabbameinssjúklinga og þeirra sem læknast.
Horizon Europe - Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB 2021-2027 - styður við rannsóknir og nýsköpun á öllum fræðasviðum. Markmið áætlunarinnar er að byggja upp sterkt vísinda- og nýsköpunarumhverfi í Evrópu sem leiðir af sér aukin tækifæri til atvinnu, betri samkeppnishæfni auk þess að mæta þörfum allra íbúa á svæðinu.Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa Íslendingar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.


Heilbrigðisvísindi falla undir Stoð 2 – Áskoranir og samkeppnishæfni.


Nýverið var stofnaður undirhópur í Horizon Europe með fókus á krabbamein (Subgroup on cancer) og á Ísland þar tvo fulltrúa. Undirhópurinn enduspeglar nýstárlega nálgun framkvæmdastjórnar ESB, þar sem þetta verður eini hópurinn þar sem heilbrigðisyfirvöld og vísindasamfélagið koma saman til að ræða áherslur á sviði krabbameina, þ.m.t. samhæfingu aðgerða.


Fulltrúar Íslands:
Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands var tilnefnd af Rannís sem fulltrúi vísindasamfélagsins á Íslandi.J óhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Landlæknisembættinu var tilnefnd af Heilbrigðisráðuneytinu sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda.


Fyrsti fundur undirhópsins var haldinn í maí 2021.


Hér má sjá tilkynningu Evrópusambandsins um stofnun undirhóps um krabbamein:https://ec.europa.eu/health/sites/default/files/non_communicable_diseases/docs/ev_20210304_flash_en.pdf


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?