Ása Sigríður Þórisdóttir 12. ágú. 2020

Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur tekist að vinna niður þann langa biðlista sem hafði myndast eftir klínískum brjóstaskoðunum hjá brjóstamiðstöð Landsspítalans sem Krabbameinsfélagið ásamt Brjóstaheill vakti athygli á í haust.

Sérskoðanir fara fram í framhaldi af skimun þegar upp kemur grunur um krabbamein eða þegar konur hafa einkenni og er vísað til brjóstamiðstöðvar spítalans. Langur biðlisti hefur verið einn af þeim þáttum í ferlinu sem reynst hefur konum hvað erfiðastur.

„Þetta er afar ánægjulegt og Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma þennan biðlista. Nú er mikilvægt að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

„Eins og um flesta sjúkdóma gildir hér að því fyrr sem gripið er inn í, því meiri líkur eru á lækningu. Það er því afar mikilvægt að tryggja að ekki sé óþarfa bið eftir nauðsynlegum rannsóknum“ segir Ágúst.

Niðurstöður úr skimunum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins berast konum rafrænt inn á island.is um það bil tveimur vikum eftir að skimun fer fram. Þar koma fram upplýsingar um skimunarsögu kvenna og niðurstöður úr skimun. Þar kemur einnig fram hvort frekari skoðunar er þörf hjá brjóstamiðstöð Landspítalans.

Árlega greinast um 210 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi og er það algengasta krabbamein sem greinist hjá konum hér á landi. Meðalaldur við greiningu er um 62 ár, en um 10 konur greinast árlega undir fertugu. Mun óalgengara er að karlar fái brjóstakrabbamein eða 1 karl á móti hverjum 100 konum. Horfur sjúklinga með brjóstakrabbamein hafa farið batnandi og í dag eru 5 ára lífshorfur um 90%.

„Okkur er mikið í mun að tryggja að árangur af starfi Krabbameinsfélagsins við skimanir fyrir krabbameinum hér á landi haldi áfram. Héðan í frá, sem hingað til er félagið málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og við munum fylgja því eftir að sú þjónusta sem nauðsynleg er til að ná góðum árangri í baráttunni gegn krabbameinum sé í samræmi við það sem best gerist“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið hvetur stjórnvöld til að standa vörð um hag krabbameinssjúklinga og tryggja bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Um áramót færast brjóstaskimanir frá félaginu til Landspítala og þá skiptir máli að vandað sé til verka.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?