Ása Sigríður Þórisdóttir 12. ágú. 2020

Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur tekist að vinna niður þann langa biðlista sem hafði myndast eftir klínískum brjóstaskoðunum hjá brjóstamiðstöð Landsspítalans sem Krabbameinsfélagið ásamt Brjóstaheill vakti athygli á í haust.

Sérskoðanir fara fram í framhaldi af skimun þegar upp kemur grunur um krabbamein eða þegar konur hafa einkenni og er vísað til brjóstamiðstöðvar spítalans. Langur biðlisti hefur verið einn af þeim þáttum í ferlinu sem reynst hefur konum hvað erfiðastur.

„Þetta er afar ánægjulegt og Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma þennan biðlista. Nú er mikilvægt að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

„Eins og um flesta sjúkdóma gildir hér að því fyrr sem gripið er inn í, því meiri líkur eru á lækningu. Það er því afar mikilvægt að tryggja að ekki sé óþarfa bið eftir nauðsynlegum rannsóknum“ segir Ágúst.

Niðurstöður úr skimunum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins berast konum rafrænt inn á island.is um það bil tveimur vikum eftir að skimun fer fram. Þar koma fram upplýsingar um skimunarsögu kvenna og niðurstöður úr skimun. Þar kemur einnig fram hvort frekari skoðunar er þörf hjá brjóstamiðstöð Landspítalans.

Árlega greinast um 210 konur með brjóstakrabbamein á Íslandi og er það algengasta krabbamein sem greinist hjá konum hér á landi. Meðalaldur við greiningu er um 62 ár, en um 10 konur greinast árlega undir fertugu. Mun óalgengara er að karlar fái brjóstakrabbamein eða 1 karl á móti hverjum 100 konum. Horfur sjúklinga með brjóstakrabbamein hafa farið batnandi og í dag eru 5 ára lífshorfur um 90%.

„Okkur er mikið í mun að tryggja að árangur af starfi Krabbameinsfélagsins við skimanir fyrir krabbameinum hér á landi haldi áfram. Héðan í frá, sem hingað til er félagið málsvari þeirra sem greinast með krabbamein og við munum fylgja því eftir að sú þjónusta sem nauðsynleg er til að ná góðum árangri í baráttunni gegn krabbameinum sé í samræmi við það sem best gerist“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélagið hvetur stjórnvöld til að standa vörð um hag krabbameinssjúklinga og tryggja bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Um áramót færast brjóstaskimanir frá félaginu til Landspítala og þá skiptir máli að vandað sé til verka.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?