Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Kvenfélagasamband Íslands skorar á heilbrigðisráðherra

  • Efri röð frá vinstri: Björg Baldursdóttir varastjórn, Þuríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Sólveig Ólafsdóttir, varastjórn, Sólrún Guðjónsdóttir ritari. Neðri röð: Þórný Jóhannsdóttir varaforseti, Guðrún Þórðardóttir, forseti og Bryndís Ásta Birgisdóttir gjaldkeri.

Að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra góð þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Komið verði af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Margir taka undir mikilvægi þess að forvörnum gegn krabbameinum sé sinnt af metnaði og að þjónusta sé góð og aðgengileg fyrir alla.

Kvenfélagasamband Íslands er einn þessara aðila en formannaráðsfundur þeirra sendi frá sér tvær ályktanir á dögunum þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra sé snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Jafnframt að komið verði af stað hið fyrsta reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Ályktanirnar Kvennfélagasambands Íslands:

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn í Kópavogi 28. -29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra verði snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma og tryggja að þjónustan verði samfelld frá greiningu til loka meðferðar. Eins er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að þjónustunni.

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28.- 29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að koma sem fyrst af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið og oft einkennalaust. Því er mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?