Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Kvenfélagasamband Íslands skorar á heilbrigðisráðherra

  • Efri röð frá vinstri: Björg Baldursdóttir varastjórn, Þuríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Sólveig Ólafsdóttir, varastjórn, Sólrún Guðjónsdóttir ritari. Neðri röð: Þórný Jóhannsdóttir varaforseti, Guðrún Þórðardóttir, forseti og Bryndís Ásta Birgisdóttir gjaldkeri.

Að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra góð þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Komið verði af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Margir taka undir mikilvægi þess að forvörnum gegn krabbameinum sé sinnt af metnaði og að þjónusta sé góð og aðgengileg fyrir alla.

Kvenfélagasamband Íslands er einn þessara aðila en formannaráðsfundur þeirra sendi frá sér tvær ályktanir á dögunum þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra sé snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Jafnframt að komið verði af stað hið fyrsta reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Ályktanirnar Kvennfélagasambands Íslands:

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn í Kópavogi 28. -29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra verði snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma og tryggja að þjónustan verði samfelld frá greiningu til loka meðferðar. Eins er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að þjónustunni.

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28.- 29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að koma sem fyrst af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið og oft einkennalaust. Því er mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?