Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Kvenfélagasamband Íslands skorar á heilbrigðisráðherra

  • Efri röð frá vinstri: Björg Baldursdóttir varastjórn, Þuríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Sólveig Ólafsdóttir, varastjórn, Sólrún Guðjónsdóttir ritari. Neðri röð: Þórný Jóhannsdóttir varaforseti, Guðrún Þórðardóttir, forseti og Bryndís Ásta Birgisdóttir gjaldkeri.

Að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra góð þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Komið verði af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Margir taka undir mikilvægi þess að forvörnum gegn krabbameinum sé sinnt af metnaði og að þjónusta sé góð og aðgengileg fyrir alla.

Kvenfélagasamband Íslands er einn þessara aðila en formannaráðsfundur þeirra sendi frá sér tvær ályktanir á dögunum þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra sé snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Jafnframt að komið verði af stað hið fyrsta reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Ályktanirnar Kvennfélagasambands Íslands:

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn í Kópavogi 28. -29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra verði snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma og tryggja að þjónustan verði samfelld frá greiningu til loka meðferðar. Eins er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að þjónustunni.

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28.- 29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að koma sem fyrst af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið og oft einkennalaust. Því er mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?