Ása Sigríður Þórisdóttir 9. mar. 2020

Kvenfélagasamband Íslands skorar á heilbrigðisráðherra

  • Efri röð frá vinstri: Björg Baldursdóttir varastjórn, Þuríður Guðmundsdóttir, meðstjórnandi, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ, Sólveig Ólafsdóttir, varastjórn, Sólrún Guðjónsdóttir ritari. Neðri röð: Þórný Jóhannsdóttir varaforseti, Guðrún Þórðardóttir, forseti og Bryndís Ásta Birgisdóttir gjaldkeri.

Að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra góð þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Komið verði af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Margir taka undir mikilvægi þess að forvörnum gegn krabbameinum sé sinnt af metnaði og að þjónusta sé góð og aðgengileg fyrir alla.

Kvenfélagasamband Íslands er einn þessara aðila en formannaráðsfundur þeirra sendi frá sér tvær ályktanir á dögunum þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra sé snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott þannig að samfella sé í þjónustunni allt frá greiningu til loka meðferðar. Jafnframt að komið verði af stað hið fyrsta reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.

Ályktanirnar Kvennfélagasambands Íslands:

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn í Kópavogi 28. -29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja að greining og meðferð krabbameinssjúkra verði snögg, skilvirk og flæði þjónustu gott. Nauðsynlegt er að stytta biðtíma og tryggja að þjónustan verði samfelld frá greiningu til loka meðferðar. Eins er gríðarlega mikilvægt að allir hafi greiðan aðgang að þjónustunni.

60. formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands, haldinn í Kópavogi 28.- 29. febrúar 2020, skorar á heilbrigðisráðherra að koma sem fyrst af stað reglubundinni skimun fyrir ristilkrabbameini. Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið og oft einkennalaust. Því er mikilvægt að hefja skimun sem fyrst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óþarfa álag og kostnað.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?