Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. ágú. 2020

Krabbameinsfélagið harmar mistök

Krabbameinsfélagið harmar mistök sem urðu í leghálsskimun árið 2018 og fjallað var um í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Á síðasta ári tók félagið í notkun nýja tölvustýrða smásjá sem dregur verulega úr líkum á að sams konar mistök geti endurtekið sig. 

Yfirlæknir Krabbameinsfélagsins segir að skimun sé ekki 100% örugg og mistök geti gerst en séu afar fátíð. 

„Það er þyngra en tárum taki að vita að hægt hefði verið að koma í veg fyrir að frumubreytingar í leghálsi yrðu að krabbameini. Hvert einasta krabbameinstilfelli sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á byrjunarstigum skiptir máli. Við biðjum konuna og aðstandendur hennar innilega afsökunar á þessum hörmulegu mistökum,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. 

Árlega eru skoðuð um 27 þúsund leghálssýni á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Um leið og málið kom upp var gripið til viðeigandi ráðstafana á Leitarstöðinni varðandi endurskoðun sýna síðustu þriggja ára sem er sá tími sem á að líða á milli skimana hjá konum. Ef þörf krefur mun starfsfólk hafa samband við konur og bjóða þeim aftur í skimun. Landlækni var strax tilkynnt um málið. 

Á Íslandi hefur dánartíðni af völdum leghálskrabbameins lækkað um 83% og með reglubundinni skimun fyrir leghálskrabbameini má koma í veg fyrir 90% tilfella leghálskrabbameins. Skimun fyrir leghálskrabbameini hefur því ótvírætt sannað gildi sitt. Konur eru eindregið hvattar til að nýta sér boð um þátttöku í skimun.

„Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndunum að því leyti að upp geta komið tilfelli með falskt neikvæðum niðurstöðum, þ.e. að ekki greinast frumubreytingar þó þær séu til staðar. Það er sem betur fer afar sjaldgæft að upp komi tilfelli leghálskrabbameins þar sem skimunarsýni hefur ranglega verið metið eðlilegt,“ segir Ágúst.

Hægt er að panta tíma í skimun hjá Leitarstöðinni í síma 540 1919.

Krabbameinsfélagið býður einnig upp á ráðgjöf og stuðning án endurgjalds. Hægt er að hringja í síma 800 4040 virka daga og senda tölvupóst á radgjof@krabb.is."


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?