Ása Sigríður Þórisdóttir 16. sep. 2020

Krabbameinsfélag Austfjarða og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins á ferð um Austurland

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða og Margrét Helga Ívarsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands verða á ferðinni og bjóða í spjall yfir kaffibolla.

Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða og Margrét Helga Ívarsdóttir frá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands verða á ferðinni og bjóða í spjall yfir kaffibolla.

Krabbamein kemur öllum við og viljum við kynna fyrir ykkur starfsemina, hver við erum og hvað við gerum fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá sem flesta í spjall og spurningar.

Dagskrá:

  • Djúpivogur: Safnaðarheimilinu, 17. september kl. 17:30.
  • Breiðdalsvík: Kaffi Hamar, 17. september kl. 20:00.
  • Fáskrúðsfjörður: Safnaðarheimilinu/verkalýðshúsinu, 21. september kl. 17:30.
  • Stöðvarfjörður: Safnaðarheimilinu, 21. september kl. 19:30.
  • Eskifjörður: Safnaðarheimilinu, 22. september kl. 17:30.
  • Reyðarfjörður: Safnaðarheimilinu, 22. september kl. 19:30.
  • Norðfjörður: Safnaðarheimilinu, 28. september kl. 19:30.

Nánari upplýsingar um þjónustu Ráðgjafarþjónustunnar á Austurlandi má finna hér .


Fleiri nýjar fréttir

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

15. okt. 2020 : Stómasamtökin fagna 40 ára afmæli

Föstudaginn 16. október eru 40 ár liðin frá stofnun Stómasamtakanna.

Lesa meira

14. okt. 2020 : Kraftsblaðið komið út

Kraftsblaðið er komið út stútfullt af skemmtilegum greinum, viðtölum og fræðandi efni. 

Lesa meira

9. okt. 2020 : Upplýsingagjöf til kvenna í kjölfar skimana

Komi fram afbrigðilegar niðurstöður úr skimun fer af stað ákveðið ferli þar sem ítrekað er reynt er að koma upplýsingum til viðeigandi kvenna. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?