Ása Sigríður Þórisdóttir 6. júl. 2020

Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Kraftur stendur nú annað árið í röð fyrir vitundarvakningunni Krabbamein fer ekki í frí. Vitundarvakningin snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila hjá þeim sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann. Þó að þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að fólk viti hvert það getur leitað læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings.

Við höfum því tekið saman opnunartíma hjá helstu aðilum til að krabbameinsgreindir og aðstandendur viti hvert þeir geta leitað og hvenær. Við teljum að því upplýstara sem fólk er því minni óvissu stendur það frammi fyrir. Þá skorum við einnig á heilbrigðisyfirvöld að bæta aðgengi og þjónustu yfir sumartímann. Heilbrigðiskerfið okkar sýndi það og sannaði það á þessum Covid tímum að það getur svo sannarlega brugðist við þegar á reynir,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts.

Kraftur vonar að þessar upplýsingar hjálpi fólki hvert það getur leitað.

  • Hér má sjá yfirlit yfir opnunartímar helstu þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra.

Fleiri nýjar fréttir

12. ágú. 2020 : Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Lesa meira

4. ágú. 2020 : Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Lesa meira

30. júl. 2020 : Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Lesa meira

6. júl. 2020 : Sumaropnun hjá Ráðgjafarþjónustunni

Breyting á opnunartíma í júlí hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?