Sóley Jónsdóttir 6. júl. 2017

Jón Eggert Guðmundsson syndir í kringum Ísland til styrktar Krabbameinsfélaginu

Fyrir ári síðan hjólaði Jón Eggert strandvegahringinn sem er yfir 3 þúsund kílómetrar og 11 ár eru síðan Jón gekk sömu leið. Í öll skiptin til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jón Eggert Guðmundsson hefur lagt af stað í fyrsta áfanga sundsins í kringum Ísland. Sundið mun taka alls 7 ár og hefur aldrei verið synt áður. Jón hefur kajakræðara með sér og siglingarklúbburinn Þytur fylgir honum einnig hluta leiðarinnar. Jón stefnir að því að synda 200-250 km leið í fyrsta áfanga; norðurströnd Reykjanesskagans, megnið af Reykjavík, Hvalfjörð, Akranes að Borgarfirði og einnig megnið af norðurströnd Snæfellsness. 

Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameinsfélagið geta lagt inn á reikning félagsins 0301-26-706 kt. 700169-2789 eða farið inn krabb.is og gerst Velunnarar með mánaðarlegu styrktarframlagi.

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins þakkar Jóni Eggerti ómetanlegan stuðning í þágu baráttunnar gegn krabbameini og óskar honum allra heilla í þessu metnarfulla og ævintýralega verkefni.

Nánari upplýsingar veita:

Jón Eggert Guðmundsson í síma 696 1311

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins í síma 663 9995


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?