Sóley Jónsdóttir 6. júl. 2017

Jón Eggert Guðmundsson syndir í kringum Ísland til styrktar Krabbameinsfélaginu

Fyrir ári síðan hjólaði Jón Eggert strandvegahringinn sem er yfir 3 þúsund kílómetrar og 11 ár eru síðan Jón gekk sömu leið. Í öll skiptin til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jón Eggert Guðmundsson hefur lagt af stað í fyrsta áfanga sundsins í kringum Ísland. Sundið mun taka alls 7 ár og hefur aldrei verið synt áður. Jón hefur kajakræðara með sér og siglingarklúbburinn Þytur fylgir honum einnig hluta leiðarinnar. Jón stefnir að því að synda 200-250 km leið í fyrsta áfanga; norðurströnd Reykjanesskagans, megnið af Reykjavík, Hvalfjörð, Akranes að Borgarfirði og einnig megnið af norðurströnd Snæfellsness. 

Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameinsfélagið geta lagt inn á reikning félagsins 0301-26-706 kt. 700169-2789 eða farið inn krabb.is og gerst Velunnarar með mánaðarlegu styrktarframlagi.

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins þakkar Jóni Eggerti ómetanlegan stuðning í þágu baráttunnar gegn krabbameini og óskar honum allra heilla í þessu metnarfulla og ævintýralega verkefni.

Nánari upplýsingar veita:

Jón Eggert Guðmundsson í síma 696 1311

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins í síma 663 9995


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?