Sóley Jónsdóttir 6. júl. 2017

Jón Eggert Guðmundsson syndir í kringum Ísland til styrktar Krabbameinsfélaginu

Fyrir ári síðan hjólaði Jón Eggert strandvegahringinn sem er yfir 3 þúsund kílómetrar og 11 ár eru síðan Jón gekk sömu leið. Í öll skiptin til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jón Eggert Guðmundsson hefur lagt af stað í fyrsta áfanga sundsins í kringum Ísland. Sundið mun taka alls 7 ár og hefur aldrei verið synt áður. Jón hefur kajakræðara með sér og siglingarklúbburinn Þytur fylgir honum einnig hluta leiðarinnar. Jón stefnir að því að synda 200-250 km leið í fyrsta áfanga; norðurströnd Reykjanesskagans, megnið af Reykjavík, Hvalfjörð, Akranes að Borgarfirði og einnig megnið af norðurströnd Snæfellsness. 

Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameinsfélagið geta lagt inn á reikning félagsins 0301-26-706 kt. 700169-2789 eða farið inn krabb.is og gerst Velunnarar með mánaðarlegu styrktarframlagi.

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins þakkar Jóni Eggerti ómetanlegan stuðning í þágu baráttunnar gegn krabbameini og óskar honum allra heilla í þessu metnarfulla og ævintýralega verkefni.

Nánari upplýsingar veita:

Jón Eggert Guðmundsson í síma 696 1311

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins í síma 663 9995


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

12. des. 2019 : Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?