Sóley Jónsdóttir 6. júl. 2017

Jón Eggert Guðmundsson syndir í kringum Ísland til styrktar Krabbameinsfélaginu

Fyrir ári síðan hjólaði Jón Eggert strandvegahringinn sem er yfir 3 þúsund kílómetrar og 11 ár eru síðan Jón gekk sömu leið. Í öll skiptin til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Jón Eggert Guðmundsson hefur lagt af stað í fyrsta áfanga sundsins í kringum Ísland. Sundið mun taka alls 7 ár og hefur aldrei verið synt áður. Jón hefur kajakræðara með sér og siglingarklúbburinn Þytur fylgir honum einnig hluta leiðarinnar. Jón stefnir að því að synda 200-250 km leið í fyrsta áfanga; norðurströnd Reykjanesskagans, megnið af Reykjavík, Hvalfjörð, Akranes að Borgarfirði og einnig megnið af norðurströnd Snæfellsness. 

Þeir sem vilja heita á Jón Eggert og styðja Krabbameinsfélagið geta lagt inn á reikning félagsins 0301-26-706 kt. 700169-2789 eða farið inn krabb.is og gerst Velunnarar með mánaðarlegu styrktarframlagi.

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins þakkar Jóni Eggerti ómetanlegan stuðning í þágu baráttunnar gegn krabbameini og óskar honum allra heilla í þessu metnarfulla og ævintýralega verkefni.

Nánari upplýsingar veita:

Jón Eggert Guðmundsson í síma 696 1311

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins í síma 663 9995


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?