Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. sep. 2020

Ítrekuð ósk eftir afhendingu gagna

Lögmaður Krabbameinsfélagsins hefur að ósk stjórnar félagsins sent Sjúkratryggingum Íslands formlegt erindi þar sem óskað er eftir afhendingu gagna

Sjúkratryggingar Íslands
Maria Heimisdóttir forstjóri
Vínlandsleið 16
113 Reykjavík 


Reykjavík, 6. september 2020 

Varðar: Þjónustusamning Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og Sjúkratrygginga Íslands

Eins og Sjúkratryggingum Íslands er kunnugt hefur Krabbameinsfélag Íslands og síðar Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands annast um skipulagða leita að krabbameinum í leghálsi og brjóstum í þeim tilgangi að draga úr sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. 

Í framhaldi af viðtali RÚV við Tryggva Björn Stefánsson lækni, fulltrúa Sjúkratrygginga í vinnu við endurskoðun kröfulýsinga, í Kastljósi þann 3. september sl., þar sem fram voru settar mjög alvarlegar fullyrðingar um gæðaeftirlit og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins, hefur starfsemi Leitarstöðvarinnar verið í uppnámi. 

Á fundi fyrirsvarsmanna félagsins með starfsfólki stöðvarinnar, nú í morgun, kom fram að starfsmenn telja sig ekki geta sinnt sínum störfum hjá Leitarstöðinni á meðan þessum órökstuddu fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga hefur ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitarinnar á árinu 2017. 

Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum. 

Hér með er ítrekuð beiðni félagsins frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummælin byggjast á. Í ljósi alvarleika málsins er það krafa félagsins að afhending gagnanna fari fram eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. 

 Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. 

Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir. Að mati félagsins hefur það þá þýðingu að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi aðila og að engar forsendur séu til að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna Leitarstöðvarinnar til að sinna þeim skimunarverkefnum sem því ber að annast. Virðingarfyllst,

Fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands ogLeitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands 

Afrit:
Embætti landlæknis
Heilbrigðisráðuneytið

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?