Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. sep. 2020

Ítrekuð ósk eftir afhendingu gagna

Lögmaður Krabbameinsfélagsins hefur að ósk stjórnar félagsins sent Sjúkratryggingum Íslands formlegt erindi þar sem óskað er eftir afhendingu gagna

Sjúkratryggingar Íslands
Maria Heimisdóttir forstjóri
Vínlandsleið 16
113 Reykjavík 


Reykjavík, 6. september 2020 

Varðar: Þjónustusamning Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og Sjúkratrygginga Íslands

Eins og Sjúkratryggingum Íslands er kunnugt hefur Krabbameinsfélag Íslands og síðar Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands annast um skipulagða leita að krabbameinum í leghálsi og brjóstum í þeim tilgangi að draga úr sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. 

Í framhaldi af viðtali RÚV við Tryggva Björn Stefánsson lækni, fulltrúa Sjúkratrygginga í vinnu við endurskoðun kröfulýsinga, í Kastljósi þann 3. september sl., þar sem fram voru settar mjög alvarlegar fullyrðingar um gæðaeftirlit og gæðaskráningu í leitarstarfi félagsins, hefur starfsemi Leitarstöðvarinnar verið í uppnámi. 

Á fundi fyrirsvarsmanna félagsins með starfsfólki stöðvarinnar, nú í morgun, kom fram að starfsmenn telja sig ekki geta sinnt sínum störfum hjá Leitarstöðinni á meðan þessum órökstuddu fullyrðingum fulltrúa Sjúkratrygginga hefur ekki verið svarað af hálfu þeirra sem fengu hann til að vinna að gerð kröfulýsinga vegna krabbameinsleitarinnar á árinu 2017. 

Eins og fram hefur komið var hvorki starfsfólki Krabbameinsfélagsins né Leitarstöðvarinnar kunnugt um að efasemdir væru af hálfu Sjúkratrygginga eða ráðuneytisins um getu félagsins til að sinna þeim verkefnum sem því voru falin með þjónustusamningnum. 

Hér með er ítrekuð beiðni félagsins frá því í fyrradag og í gær um að Sjúkratryggingar afhendi gögn sem ummælin byggjast á. Í ljósi alvarleika málsins er það krafa félagsins að afhending gagnanna fari fram eigi síðar en á hádegi mánudaginn 7. september. 

 Leggi Sjúkratryggingar fram gögn sem staðfesta ummælin, er það mat félagsins, að ekki verði hjá því komist að loka starfsemi Leitarstöðvarinnar umsvifalaust. 

Geti Sjúkratryggingar ekki afhent gögnin á þessum tímapunkti, lítur Krabbameinsfélagið svo á að þau séu ekki til og að ummæli fulltrúa Sjúkratrygginga um starfsemi félagsins séu staðlausir stafir. Að mati félagsins hefur það þá þýðingu að starfsemi Leitarstöðvarinnar hafi farið fram í samræmi við skyldur samkvæmt þjónustusamningi aðila og að engar forsendur séu til að draga í efa hæfni félagsins og starfsmanna Leitarstöðvarinnar til að sinna þeim skimunarverkefnum sem því ber að annast. Virðingarfyllst,

Fyrir hönd Krabbameinsfélags Íslands ogLeitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands 

Afrit:
Embætti landlæknis
Heilbrigðisráðuneytið

 


Fleiri nýjar fréttir

23. nóv. 2022 : Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Lesa meira

22. nóv. 2022 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Arion banki og Vörður styðja Krabba­meins­félagið

Arion banki og Vörður styrktu Krabbameinsfélagið um 2.178.000 króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Wok On styrkir Bleiku slaufuna

Í Bleiku slaufunni í október voru rauðu take-away boxin á Wok On sett í bleik­an bún­ing og runnu 50 krón­ur af hverj­um seld­um rétti til Krabbameinsfélagsins. Óhætt er að segja að lands­menn hafi tekið þessu vel og seld­ust ríf­lega 23.000 rétt­ir og söfnuðust alls 1.161.950 kr. 

Lesa meira

15. nóv. 2022 : Hreyfum okkur!

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?