Anna Margrét Björnsdóttir 28. feb. 2023

Íslenskum konum boðið að taka þátt í framhaldsrannsókn

  • Skógarhlíð

Krabbameinsfélagið hefur sent bréf til rúmlega 270 íslenskra kvenna sem tóku þátt í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil gegn HPV-veirum, en HPV-veirur valda m.a. leghálskrabbameinum. Tilefnið er að bjóða þeim að taka þátt í framhaldsrannsókn.

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók þátt í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil sem stóð yfir í 14 ár og náði til fjögurra norrænna ríkja. Markmiðið var að kanna langtímaáhrif bólusetningarinnar hjá ungum konum (16-23 ára) frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Engin tilfelli forstigsbreytinga vegna hinna fjögurra gerða HPV-veira sem bólusett var fyrir komu upp hjá þessum hópi meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöðurnar sýna mjög góða langtímavirkni bóluefnisins og öryggi þess hefur jafnframt reynst mjög gott.

Bólusetning með breiðvirkara bóluefni

Árið 2011 hófst hér á landi almenn bólusetning hjá 12 ára stúlkum gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum sem eru forstig krabbameinsins. Upphaflega var bólusett með bóluefninu Cervarix og stóð bólusetningin einungis stúlkum til boða, en í október síðastliðnum tilkynnti heilbrigðisráðuneytið áform um að bjóða öllum börnum óháð kyni bólusetningu gegn HPV-veirum. Samhliða þeirri breytingu var ákveðið að hefja notkun nýjustu gerðar af Gardasil, en það er breiðvirkara en Cervarix og ver gegn níu gerðum af HPV-veirum, þar á meðal kynfæravörtum.

Meta þörf á endurbólusetningu

Upphaflega átti eftirfylgd rannsóknarinnar að ljúka árið 2021 en nú stendur til að athuga áfram hversu lengi ónæmissvörunin endist svo hægt sé að ákveða hvort þörf sé á endurbólusetningu (booster). Því er að hefjast framhaldsrannsókn sem áætlað er að standi yfir til ársloka 2028 og leitar Krabbameinsfélagið til undirhóps þeirra kvenna sem tóku þátt í upprunalegu rannsókninni. Vonir standa til þess að sem flestar konur samþykki áframhaldandi þátttöku.

„Ávinningur af bólusetningu gegn HPV-veirum er mikill og það er mikilvægt að afla upplýsinga um hvort og hvenær reynist þörf á endurbólusetningu. Við erum afar þakklát þátttakendum í HPV-rannsókninni, en á þeirra hjálp byggist núverandi leyfi MSD fyrir bólusetningu gegn leghálskrabbameini. Við vonum að sem flestir þátttakendur bregðist fljótt og vel við,“ segir Laufey Tryggvadóttir, yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.

Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast á www.krabb.is/MSDrannsokn.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?