Anna Margrét Björnsdóttir 28. feb. 2023

Íslenskum konum boðið að taka þátt í framhaldsrannsókn

  • Skógarhlíð

Krabbameinsfélagið hefur sent bréf til rúmlega 270 íslenskra kvenna sem tóku þátt í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil gegn HPV-veirum, en HPV-veirur valda m.a. leghálskrabbameinum. Tilefnið er að bjóða þeim að taka þátt í framhaldsrannsókn.

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók þátt í norrænni rannsókn á áhrifum bóluefnisins Gardasil sem stóð yfir í 14 ár og náði til fjögurra norrænna ríkja. Markmiðið var að kanna langtímaáhrif bólusetningarinnar hjá ungum konum (16-23 ára) frá Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Engin tilfelli forstigsbreytinga vegna hinna fjögurra gerða HPV-veira sem bólusett var fyrir komu upp hjá þessum hópi meðan á rannsókninni stóð. Niðurstöðurnar sýna mjög góða langtímavirkni bóluefnisins og öryggi þess hefur jafnframt reynst mjög gott.

Bólusetning með breiðvirkara bóluefni

Árið 2011 hófst hér á landi almenn bólusetning hjá 12 ára stúlkum gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum sem eru forstig krabbameinsins. Upphaflega var bólusett með bóluefninu Cervarix og stóð bólusetningin einungis stúlkum til boða, en í október síðastliðnum tilkynnti heilbrigðisráðuneytið áform um að bjóða öllum börnum óháð kyni bólusetningu gegn HPV-veirum. Samhliða þeirri breytingu var ákveðið að hefja notkun nýjustu gerðar af Gardasil, en það er breiðvirkara en Cervarix og ver gegn níu gerðum af HPV-veirum, þar á meðal kynfæravörtum.

Meta þörf á endurbólusetningu

Upphaflega átti eftirfylgd rannsóknarinnar að ljúka árið 2021 en nú stendur til að athuga áfram hversu lengi ónæmissvörunin endist svo hægt sé að ákveða hvort þörf sé á endurbólusetningu (booster). Því er að hefjast framhaldsrannsókn sem áætlað er að standi yfir til ársloka 2028 og leitar Krabbameinsfélagið til undirhóps þeirra kvenna sem tóku þátt í upprunalegu rannsókninni. Vonir standa til þess að sem flestar konur samþykki áframhaldandi þátttöku.

„Ávinningur af bólusetningu gegn HPV-veirum er mikill og það er mikilvægt að afla upplýsinga um hvort og hvenær reynist þörf á endurbólusetningu. Við erum afar þakklát þátttakendum í HPV-rannsókninni, en á þeirra hjálp byggist núverandi leyfi MSD fyrir bólusetningu gegn leghálskrabbameini. Við vonum að sem flestir þátttakendur bregðist fljótt og vel við,“ segir Laufey Tryggvadóttir, yfirmaður faraldsfræðirannsókna hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar.

Nánari upplýsingar um rannsóknina má nálgast á www.krabb.is/MSDrannsokn.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?