Guðmundur Pálsson 27. okt. 2017

IACR2017: Ráðstefna alþjóðasamtaka krabbameinsskráa var haldin í Utrecht þann 17.-19. október síðastliðinn

Árleg ráðstefna alþjóðasamtaka krabbameinsskráa (International Association of Cancer Registries) var haldin í 39. skipti þann 17.-19. október síðastliðinn í Utrecht í Hollandi.

Mættir voru 250 vísindamenn, læknar og annað starfsfólk krabbameinsskráa frá öllum álfum heims.

Vel kom í ljós á ráðstefnunni hve krabbameinsskrár eru mikið notaðar og eru mikilvægar fyrir lýðheilsu og krabbameinslækningar.  Þar eru skráðar nákvæmar upplýsingar um krabbamein yfir langan tíma, best er þegar þær ná til heilla þjóða eins og á Íslandi og ýmsum nágrannalöndum.

Lýðheilsuhlutverk: Krabbameinsskrár gera kleift að fylgjast með breytingum á nýgengi krabbameina og horfum krabbameinssjúklinga. Þær eru notaðar sem grunnur faraldsfræðilegra rannsókna er tengjast orsökum krabbameina og til að gera upp árangur leitar að krabbameinum. 

Í þágu krabbameinslækninga: Hjá krabbameinsskrám eru stundaðar rannsóknir á aðgengi, gæðum og breytileika í læknisþjónustu og einnig horfur og dánartíðni í þessu samhengi. Skrárnar taka einnig þátt í að kanna reynslu krabbameinssjúklinga af heilbrigðisþjónustunni.  Einnig sjá þær í auknum mæli um reglubundna endurgjöf til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana varðandi gæði þjónustu við krabbameinssjúklinga. Þannig stuðla þær að bættri þjónustu við krabbameinssjúklinga.

Laufey-Tryggvadottir-400pixKrabbameinsskrár veita upplýsingar til lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks, til stjórnvalda, vísindamanna, sjúklingasamtaka, fjölmiðla, nemenda, lyfjaframleiðenda, alþjóðlegra stofnana og almennings.

Fulltrúi Íslands var Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands og flutti hún erindi um horfur kvenna með brjóstakrabbamein, þegar meðfædd stökkbreyting í BRCA2 geni er til staðar.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?