Guðmundur Pálsson 17. apr. 2019

„Hvað verður um mig?”

Málþing um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við fráfall foreldris fer fram í húsi Íslenskrar erfðagreiningar mánudaginn 29. apríl kl. 15-17.45.

Málþing um rétt barna, stöðu þeirra og þarfir við fráfall foreldris fer fram í húsi Íslenskrar erfðagreiningar mánudaginn 29. apríl kl. 15-17.45.

Það er stórt og óafturkræft áfall þegar foreldri barns fellur frá. Á málþinginu verða kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar sem fram komu til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Jafnframt verður greint frá rannsóknum á stöðu barna sem aðstandenda krabbameinssjúklinga. Fjallað verður um eigin rétt barnanna og þarfir fyrir stuðning og leiðsögn, skyldur og ábyrgð hins opinbera, tengsl fjölskyldu, samfélags og sjálfstæða þörf barna fyrir sorgarvinnslu og utanumhald allt til fullorðinsára.

Kynnt verða nýjustu talnagögn frá Hagstofu Íslands um fjölda og aldur barna sem missa foreldri ásamt dánarorsök. Tölurnar gefa til kynna hvert umfangið er og hversu mikilvægt er að skapa lagalega umgjörð til að hlúa að þessum börnum og fjölskyldum þeirra. Jafnframt verður fjallað um ný lagaákvæði og verklagsreglur til að styrkja stöðu og rétt þessara barna.

Dagskrá

Kl. 14:50 Tónlist: Svavar Knútur tónlistarmaður

Kl. 15:00 Setning: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra

Ávarp: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Erindi: Dr. Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands:
Íslenskar rannsóknir á stöðu barna sem aðstandendur krabbameinssjúklinga

Erindi: Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu-, lífskjara- og mannfjöldadeildar
Hagstofu Íslands: Börn sem missa foreldri - fjöldi barna og dánarorsakir foreldra

Erindi: Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráðgjafi Landspítala Íslands: Bætt verklag í
þágu barna og fjölskyldna við andlát foreldris

Erindi: Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur: „Hvað verður um mig?"

Kaffihlé

Erindi: Vilhjálmur Árnason, alþingismaður: Stefnan tekin

Erindi: Birna Dröfn Jónasdóttir, Nýrri dögun - sorgarmiðstöð:
„Og svo hrundi heimurinn”

Erindi: Heiðrún Jensdóttir formaður Arnarins minningarsjóðs:
Sorgarúrvinnsla - helgardvöl fyrir börn í Vatnaskógi

Samantekt erinda: Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur

Ávarp: Salvör Nordal, umboðsmaður barna

Ávarp: Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Lokaorð: Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra

Kl. 17:45 Áætluð dagskrárlok

Fundarstjórar:

  • Laufey Erla Jónsdóttir, sérkennslustjóri og Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Aðstandendur málþingsins:

  • Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands.

Nánari upplýsingar:

  • Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Pálsson hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
  • Netfang: gudmundur@krabb.is
  • Sími: 696 4063


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?