Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. júl. 2019

Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

  • Berglind Alda Ástþórsdóttir með fyrirliðabandið. Krabbameinsfélagið mun gefa hlaupurum bönd með þessum slagorðum á skráningarhátíðinni Fit & Run í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst.

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Íþróttir hafa skipað stóran sess í lífi Berglindar, þó hlaup séu ekki hennar sérgrein. Hún er rísandi stjarna á leiklistarsviðinu, bæði sem höfundur og leikari, og lék sem dæmi í uppsetningu Verslunarskólans á Framleiðendunum. Síðastliðinn föstudag var frumsýnt í Bæjarbíó leikritið Ðe Lónlí Blú Bojs sem Berglind leikur í. Í Reykjavíkurmaraþoninu hleypur hún fyrir pabba sinn og frænda sem báðir kljást við krabbamein … af því hún getur það.

„Pabbi greindist með krabbamein fyrir rétt rúmum 2 árum og hefur barist hetjulega síðan þá og lætur ekkert stoppa sig. Orð fá því ekki lýst hversu stolt ég og allir eru af honum. Litli frændi minn greindist nýlega með krabbamein, en hefur brosað í gegnum allt og er ekkert nema jákvæðnin uppmáluð. Þetta er fyrir þá og alla sem greinst hafa með krabbamein á lífsleiðinni,“ segir Berglind.

„Mér finnst starf Krabbameinsfélagsins ótrúlega mikilvægt og hef nýtt mér ókeypis ráðgjafaþjónustu félagsins. Mér hefur þótt gott að geta komið og talað við einhvern utanaðkomandi um hluti sem ég er að upplifa,“ segir Berglind.

Við hvetjum alla til að heita á Berglindi á Hlaupastyrk og styrkja starf Krabbameinsfélagsins í leiðinni.

Áfram Berglind!


Fleiri nýjar fréttir

30. sep. 2020 : Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

26. sep. 2020 : Við erum tilbúin að mæta nýjum áskorunum með nýjum leiðum

„Nýjar áskoranir – nýjar leiðir” var yfirskrift blaðs Krabbameinsfélagins sem kom út um síðustu áramót. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Rannsókn: Vaxtarhraði á unglingsárum og mataræði á lífsleiðinni

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna. Helstu áhættuþættir tengjast æxlunarþáttum en einnig hreyfingu, áfengisneyslu og líkamsþyngd. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Viðtal hjá lækni - Hvernig er það best nýtt?

Með undirbúningi fyrir viðtal hjá lækni aukast líkur á því að viðtalið sé gagnlegt jafnt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein, aðstandendur þess og heilbrigðisstarfsfólk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?