Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. júl. 2019

Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

  • Berglind Alda Ástþórsdóttir með fyrirliðabandið. Krabbameinsfélagið mun gefa hlaupurum bönd með þessum slagorðum á skráningarhátíðinni Fit & Run í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst.

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Íþróttir hafa skipað stóran sess í lífi Berglindar, þó hlaup séu ekki hennar sérgrein. Hún er rísandi stjarna á leiklistarsviðinu, bæði sem höfundur og leikari, og lék sem dæmi í uppsetningu Verslunarskólans á Framleiðendunum. Síðastliðinn föstudag var frumsýnt í Bæjarbíó leikritið Ðe Lónlí Blú Bojs sem Berglind leikur í. Í Reykjavíkurmaraþoninu hleypur hún fyrir pabba sinn og frænda sem báðir kljást við krabbamein … af því hún getur það.

„Pabbi greindist með krabbamein fyrir rétt rúmum 2 árum og hefur barist hetjulega síðan þá og lætur ekkert stoppa sig. Orð fá því ekki lýst hversu stolt ég og allir eru af honum. Litli frændi minn greindist nýlega með krabbamein, en hefur brosað í gegnum allt og er ekkert nema jákvæðnin uppmáluð. Þetta er fyrir þá og alla sem greinst hafa með krabbamein á lífsleiðinni,“ segir Berglind.

„Mér finnst starf Krabbameinsfélagsins ótrúlega mikilvægt og hef nýtt mér ókeypis ráðgjafaþjónustu félagsins. Mér hefur þótt gott að geta komið og talað við einhvern utanaðkomandi um hluti sem ég er að upplifa,“ segir Berglind.

Við hvetjum alla til að heita á Berglindi á Hlaupastyrk og styrkja starf Krabbameinsfélagsins í leiðinni.

Áfram Berglind!


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira
Frumurannsókn KÍ

13. des. 2019 : Rannsóknargjald nú innheimt sérstaklega

Breyting hefur orðið á greiðslufyrirkomulagi vegna rannsókna á leghálssýnum sem kvensjúkdómalæknar taka og senda til skoðunar.

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira

13. des. 2019 : Hamingjan á erfiðum tímum

Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og atvinnutengill hjá Virk og stofnandi Hamingjuhornsins, sagði okkur eitt og annað um hamingjuna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?