Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. júl. 2019

Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

  • Berglind Alda Ástþórsdóttir með fyrirliðabandið. Krabbameinsfélagið mun gefa hlaupurum bönd með þessum slagorðum á skráningarhátíðinni Fit & Run í Laugardalshöll 22. og 23. ágúst.

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Íþróttir hafa skipað stóran sess í lífi Berglindar, þó hlaup séu ekki hennar sérgrein. Hún er rísandi stjarna á leiklistarsviðinu, bæði sem höfundur og leikari, og lék sem dæmi í uppsetningu Verslunarskólans á Framleiðendunum. Síðastliðinn föstudag var frumsýnt í Bæjarbíó leikritið Ðe Lónlí Blú Bojs sem Berglind leikur í. Í Reykjavíkurmaraþoninu hleypur hún fyrir pabba sinn og frænda sem báðir kljást við krabbamein … af því hún getur það.

„Pabbi greindist með krabbamein fyrir rétt rúmum 2 árum og hefur barist hetjulega síðan þá og lætur ekkert stoppa sig. Orð fá því ekki lýst hversu stolt ég og allir eru af honum. Litli frændi minn greindist nýlega með krabbamein, en hefur brosað í gegnum allt og er ekkert nema jákvæðnin uppmáluð. Þetta er fyrir þá og alla sem greinst hafa með krabbamein á lífsleiðinni,“ segir Berglind.

„Mér finnst starf Krabbameinsfélagsins ótrúlega mikilvægt og hef nýtt mér ókeypis ráðgjafaþjónustu félagsins. Mér hefur þótt gott að geta komið og talað við einhvern utanaðkomandi um hluti sem ég er að upplifa,“ segir Berglind.

Við hvetjum alla til að heita á Berglindi á Hlaupastyrk og styrkja starf Krabbameinsfélagsins í leiðinni.

Áfram Berglind!


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?