Anna Margrét Björnsdóttir 9. feb. 2023

Hjartans þakkir frá Krabba­meins­félaginu

Krabbameinsfélaginu barst kærkominn liðsstyrkur þegar Arna Katrín Steinsen kom færandi hendi með peningagjöf sem safnast hafði í tilefni af stórafmæli hennar, en hún varð sextug á dögunum.

Arna Katrín er brosmild og einlæg þegar hún kemur til okkar í Skógarhlíðina til að leggja inn gjöfina og veitir góðfúslegt leyfi fyrir myndatöku og meiri upplýsingar um aðdragandann.

„Gjöfin er í minningu pabba, Arnar Steinsen, sem lést í fyrra eftir snarpa baráttu við briskrabbamein. Hann hélt mikið upp á töluna 7, svo upphæðin er í takt við það.“

Arna Katrín hélt fjölmenna afmælisveislu í sal í Hafnarfirði og bauð þangað vinum og vandamönnum. „Mig langaði bara að fólk fengi að njóta og hafa gaman,“ segir Arna Katrín. Þeim sem langaði að gleðja hana í tilefni af afmælinu gafst kostur á að aðstoða hana við að leggja góðum málefnum lið. Skiptist upphæðin jafnt á milli Krabbameinsfélagsins og Parkinsonsamtakanna.

„Lífið er núna!“ segir Arna Katrín að lokum og grípur þar á lofti slagorð Krafts, eins af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Viðeigandi boðskapur á Lífið er núna deginum sem er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, 9. febrúar, og fyrirhugað er að verði árlegur viðburður.

Krabbameinsfélagið þakkar Örnu Katrínu kærlega fyrir gjöfina, sem kemur að góðum notum.

Arna_katrin_steinsen


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?