Guðmundur Pálsson 12. nóv. 2020

Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfða­gjöfum til góð­gerðar­starfs

Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf.

ISL_91523_Erfdagjafir_FB_Profile_180x180Um helmingur þeirra sem svöruðu könnun Maskínu um erfðagjafir eru meðvitaðir um þann möguleika, að ánafna hluta af arfi til góðgerðarfélaga eða góðra málefna. Könnunin var framkvæmd fyrir verkefnið Gefðu framtíðinni forskot, sem er samstarfsverkefni Almannaheilla, ADHD samtakanna, Amnesty International, Barnaheilla, Blindrafélagsins, Hjálparstarfs kirkjunnar, Krabbameinsfélagsins, Rauða krossins, SOS barnaþorpa, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og UNICEF á Íslandi um að auka vitund almennings á þeim möguleika að ánafna hluta af erfðafé til góðgerðarstarfs.

Í könnunni kemur fram að Íslendingar eru almennt jákvæðir gagnvart því að einstaklingar ánafni hluta af arfi sem erfðagjöf til góðgerðarstarfs. Þannig eru 16,9% mjög jákvæð og 32,1% jákvæð, en aðeins 6,6% fremur neikvæð og 4% mjög neikvæð. Í könnuninni kemur jafnframt í ljós að konur eru heldur jákvæðari gagnvart erfðagjöfum en karlar og einnig að nokkur fylgni er með jákvæðni í garð erfðagjafa og menntun.

Víða í Evrópu er algengt að fólk ánafni hluta af arfi til góðra málefna, til að mynda í Danmörku og í Bretlandi. Á Íslandi hafa erfðagjafir ekki náð að ryðja sér til rúms að sama marki en á því eru þó dýrmætar undantekningar. Erfðagjafir hafa þannig styrkt krabbameinsrannsóknir, stutt við fátæk börn og fjölskyldur í neyð eða veitt flóttamönnum lífsbjargandi hjálp, svo fáein dæmi séu nefnd. Þótt aðeins hluti einstaklinga ánafni hluta af arfi til góðgerðarmála skiptir hver slík gjöf miklu máli og er þar að auki undanskilin erfðafjárskatti.

Sem áður segir var könnunin lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu í lok sumars en alls svöruðu henni 832 einstaklingar.

www.erfdagjafir.is er fræðsluvefur fyrir almenning um erfðagjafir. Þar er fjallað um hvernig sé æskilegt að standa að erfðagjöfum og leitast við að svara algengum spurningum fyrir þá sem vilja kynna sér málið.

Fyrir nánari upplýsingar má leita til:

Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir

  • Fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins
  • kolbrun@krabb.is 663 9995

Ingibjörg Magnúsdóttir

Ísabella Ósk Másdóttir

Gréta Ingþórsdóttir

  • Framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
  • greta@skb.is 772 6662

Ragnar Schram

Kristinn Halldór Einarsson

  • Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins
  • khe@blind.is 525 0003

Bjarni Gíslason

  • Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar
  • bjarni@help.is 528 4402

Erna Reynisdóttir

Rúna Friðriksdóttir

Hrannar Björn Arnarsson

Jónas Guðmundsson


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?