Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2020

Heitur jóladrykkur með eplum og möndluflögum

Þennan ljúffenga, heita jóladrykk geta allir drukkið saman, ungir og aldnir. Ilmurinn, bragðið og ylurinn færir notalega jólaró og værð.

Þessi uppskrift birtist í fréttabréfi Kvennakórs Garðabæjar 2004. „Ég hef gert þetta á hverju ári síðan og er orðið hluti af jólaundirbúningi okkar" segir Sigrún Lillie forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ég geri venjulega tvöfaldan skammt og geymi kryddlög í ísskáp þar til ég ætla að bjóða upp á drykkinn þá blanda ég þessu í eplasafann og hita.

Uppskrift af Jólamjöð fyrir alla fjölskylduna

  •     1 l eplasafi

Kryddlögur

  •     U.þ.b. 250 ml vatn
  •     1 múskathneta (brotin í tvennt)
  •     1 cm biti af engiferrót
  •     1 kanilstöng
  •     5 korn allrahanda
  •     1 tsk ósteyttar kardimommur

Aðferð:

Allt sett í pott og látið malla í 20-30 mínútur. Kryddlögur síaður og blandaður saman við einn líter af eplasafa. Hita en ekki láta sjóða. Bæta eplabitum og möndluflögum út í pottinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Egils Þórs Jónssonar

Egill Þór telur að hann væri ekki á lífi ef hann hefði þagað í gegnum sína meðferð og hvetur alla til að sækja sér alla þá hjálp sem í boði er, nýta sér stuðningsfélögin sem eru að styðja við þá sem greinast. Jafningjastuðningur hafi verið honum afar mikilvægur, að finna fyrir sterkri tengingu við einhvern sem búinn var að ganga í gegnum það sama og hann var að ganga í gegnum í fyrsta sinn, hafi verið ómetanlegt.

Lesa meira

22. mar. 2024 : Gleðilegan Mottudag

Mottumars nær hámarki í dag, föstudaginn 22. mars, þegar Mottudagurinn er haldinn hátíðlegur. Krabbameinsfélagið hvetur alla landsmenn, konur og karla, til að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni, vinum og vinnufélögum og vekja þannig athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?