Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2020

Heitur jóladrykkur með eplum og möndluflögum

Þennan ljúffenga, heita jóladrykk geta allir drukkið saman, ungir og aldnir. Ilmurinn, bragðið og ylurinn færir notalega jólaró og værð.

Þessi uppskrift birtist í fréttabréfi Kvennakórs Garðabæjar 2004. „Ég hef gert þetta á hverju ári síðan og er orðið hluti af jólaundirbúningi okkar" segir Sigrún Lillie forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ég geri venjulega tvöfaldan skammt og geymi kryddlög í ísskáp þar til ég ætla að bjóða upp á drykkinn þá blanda ég þessu í eplasafann og hita.

Uppskrift af Jólamjöð fyrir alla fjölskylduna

  •     1 l eplasafi

Kryddlögur

  •     U.þ.b. 250 ml vatn
  •     1 múskathneta (brotin í tvennt)
  •     1 cm biti af engiferrót
  •     1 kanilstöng
  •     5 korn allrahanda
  •     1 tsk ósteyttar kardimommur

Aðferð:

Allt sett í pott og látið malla í 20-30 mínútur. Kryddlögur síaður og blandaður saman við einn líter af eplasafa. Hita en ekki láta sjóða. Bæta eplabitum og möndluflögum út í pottinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?