Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2020

Heitur jóladrykkur með eplum og möndluflögum

Þennan ljúffenga, heita jóladrykk geta allir drukkið saman, ungir og aldnir. Ilmurinn, bragðið og ylurinn færir notalega jólaró og værð.

Þessi uppskrift birtist í fréttabréfi Kvennakórs Garðabæjar 2004. „Ég hef gert þetta á hverju ári síðan og er orðið hluti af jólaundirbúningi okkar" segir Sigrún Lillie forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ég geri venjulega tvöfaldan skammt og geymi kryddlög í ísskáp þar til ég ætla að bjóða upp á drykkinn þá blanda ég þessu í eplasafann og hita.

Uppskrift af Jólamjöð fyrir alla fjölskylduna

  •     1 l eplasafi

Kryddlögur

  •     U.þ.b. 250 ml vatn
  •     1 múskathneta (brotin í tvennt)
  •     1 cm biti af engiferrót
  •     1 kanilstöng
  •     5 korn allrahanda
  •     1 tsk ósteyttar kardimommur

Aðferð:

Allt sett í pott og látið malla í 20-30 mínútur. Kryddlögur síaður og blandaður saman við einn líter af eplasafa. Hita en ekki láta sjóða. Bæta eplabitum og möndluflögum út í pottinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?