Ása Sigríður Þórisdóttir 21. des. 2020

Heitur jóladrykkur með eplum og möndluflögum

Þennan ljúffenga, heita jóladrykk geta allir drukkið saman, ungir og aldnir. Ilmurinn, bragðið og ylurinn færir notalega jólaró og værð.

Þessi uppskrift birtist í fréttabréfi Kvennakórs Garðabæjar 2004. „Ég hef gert þetta á hverju ári síðan og er orðið hluti af jólaundirbúningi okkar" segir Sigrún Lillie forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ég geri venjulega tvöfaldan skammt og geymi kryddlög í ísskáp þar til ég ætla að bjóða upp á drykkinn þá blanda ég þessu í eplasafann og hita.

Uppskrift af Jólamjöð fyrir alla fjölskylduna

  •     1 l eplasafi

Kryddlögur

  •     U.þ.b. 250 ml vatn
  •     1 múskathneta (brotin í tvennt)
  •     1 cm biti af engiferrót
  •     1 kanilstöng
  •     5 korn allrahanda
  •     1 tsk ósteyttar kardimommur

Aðferð:

Allt sett í pott og látið malla í 20-30 mínútur. Kryddlögur síaður og blandaður saman við einn líter af eplasafa. Hita en ekki láta sjóða. Bæta eplabitum og möndluflögum út í pottinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?