Ása Sigríður Þórisdóttir 11. sep. 2020

Heimsókn á Leitarstöðina

Spurningar og svör um þátttöku í skimun sem gott er að kynna sér. Hvenær á ég að mæta? Hvar sé ég niðurstöður?

 • Hvar sé ég hvenær ég fór síðast í skimun og fékk síðast boð í skimun?
  Á ,,mínum síðum” á heilsuvera.is og island.is geta konur nálgast skimunarsögu sína og séð hvenær þær hafa fengið boð í skimun og hvenær þær hafa mætt. Skimunarsagan nær aftur til ársins 2006.
 • Hvar sé ég niðurstöðurnar úr skimun?
  Frá og með mars 2020 birtast niðurstöður skimunar á ,,mínum síðum” á island.is, bæði þegar þær gefa tilefni til nánari skoðunar og þegar niðurstöður eru eðlilegar. Allt að mánuð getur tekið að fá svar, en stundum tekur það skemmri tíma. Athugið að nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til að sjá niðurstöður á island.is.
 • Skimun fyrir leghálskrabbameini
  Konum á aldrinum 23 – 65 ára er boðið á þriggja ára fresti í skimun fyrir leghálskrabbameinum (en oftar ef þær eru undir sérstöku eftirliti).

  Ef niðurstöður gefa ástæðu til frekari rannsókna sendir Leitarstöðin rafrænt bréf (birtist á ,,mínum síðum” á islands.is) þar sem konum er ráðlagt að panta tíma í frekari rannsókn á Leitarstöð. Þau skilaboð eru ítrekuð með bréfi í pósti hafi konan ekki komið til frekari rannsóknar innan tilskilins tíma.
 • Skimun fyrir krabbameinum í brjóstum
  Konum á aldrinum 40 – 69 ára er boðið á tveggja ára fresti (nema þær séu undir sérstöku eftirliti) í skimun fyrir krabbameinum í brjóstum. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í skimun á tveggja ára fresti en fá ekki send boð.

  Ef niðurstöður gefa ástæðu til frekari rannsókna tekur Brjóstamiðstöð Landspítala við málinu, hefur samband við konuna og býður henni í frekari rannsókn.
 • Endurskoðun sýna
  Skoðuð verða um 6000 sýni. Ef endurskoðun sýna gefur tilefni til endurinnköllunar er hringt samdægurs í viðkomandi konur.
 • Nánari upplýsingar, tímapantanir og skoðunarstaði má finna hér.

Fleiri nýjar fréttir

Screen-Shot-2020-11-27-at-16.31.36

27. nóv. 2020 : Nýtt hlaðvarp: Sjúkraþjálfari hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum

Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, segir frá því að hann hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum, sem hafði þótt óhugsandi fyrir 10 árum síðan. Haukur hitti Björk Svarfdal í nýju hlaðvarpi Frá toppi til táar. 

Lesa meira
Ljosabekkir-2020-frett-e1606400402244

27. nóv. 2020 : Færri nota ljósabekki en áður

Árleg könnun um notkun ljósabekkja á Íslandi sýnir að færri nota ljósabekki í ár en árið 2019. Hlutfall notenda ljósabekkja er hæst í aldursflokknum 18-24 ára, eða um 21%. Notkun ljósabekkja fylgir aukin áhætta á húðkrabbameini.

Lesa meira

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?