Ása Sigríður Þórisdóttir 11. sep. 2020

Heimsókn á Leitarstöðina

Spurningar og svör um þátttöku í skimun sem gott er að kynna sér. Hvenær á ég að mæta? Hvar sé ég niðurstöður?

  • Hvar sé ég hvenær ég fór síðast í skimun og fékk síðast boð í skimun?
    Á ,,mínum síðum” á heilsuvera.is og island.is geta konur nálgast skimunarsögu sína og séð hvenær þær hafa fengið boð í skimun og hvenær þær hafa mætt. Skimunarsagan nær aftur til ársins 2006.
  • Hvar sé ég niðurstöðurnar úr skimun?
    Frá og með mars 2020 birtast niðurstöður skimunar á ,,mínum síðum” á island.is, bæði þegar þær gefa tilefni til nánari skoðunar og þegar niðurstöður eru eðlilegar. Allt að mánuð getur tekið að fá svar, en stundum tekur það skemmri tíma. Athugið að nauðsynlegt er að nota rafræn skilríki til að sjá niðurstöður á island.is.
  • Skimun fyrir leghálskrabbameini
    Konum á aldrinum 23 – 65 ára er boðið á þriggja ára fresti í skimun fyrir leghálskrabbameinum (en oftar ef þær eru undir sérstöku eftirliti).

    Ef niðurstöður gefa ástæðu til frekari rannsókna sendir Leitarstöðin rafrænt bréf (birtist á ,,mínum síðum” á islands.is) þar sem konum er ráðlagt að panta tíma í frekari rannsókn á Leitarstöð. Þau skilaboð eru ítrekuð með bréfi í pósti hafi konan ekki komið til frekari rannsóknar innan tilskilins tíma.
  • Skimun fyrir krabbameinum í brjóstum
    Konum á aldrinum 40 – 69 ára er boðið á tveggja ára fresti (nema þær séu undir sérstöku eftirliti) í skimun fyrir krabbameinum í brjóstum. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í skimun á tveggja ára fresti en fá ekki send boð.

    Ef niðurstöður gefa ástæðu til frekari rannsókna tekur Brjóstamiðstöð Landspítala við málinu, hefur samband við konuna og býður henni í frekari rannsókn.
  • Endurskoðun sýna
    Skoðuð verða um 6000 sýni. Ef endurskoðun sýna gefur tilefni til endurinnköllunar er hringt samdægurs í viðkomandi konur.
  • Nánari upplýsingar, tímapantanir og skoðunarstaði má finna hér.

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?