Sóley Jónsdóttir 10. ágú. 2017

Halla Þorvaldsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands

Þann 1. ágúst sl. voru framkvæmdastjóraskipti hjá Krabbameinsfélagi Íslands en Halla Þorvaldsdóttir tók þá við starfi framkvæmdastjóra af Kristjáni Sturlusyni.

Halla er sálfræðingur og hefur lokið viðbótarnámi í hugrænni atferlismeðferð og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Halla hefur undanfarin 10 ár starfað sem framkvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands en frá 1999-2007 starfaði hún sem sálfræðingur við blóð- og krabbameinslækningadeildir Sjúkrahúss Reykjavíkur og LSH. 

Um leið og félagið býður Höllu velkomna til starfa eru Kristjáni þökkuð afar góð störf í þágu félagsins.  


Fleiri nýjar fréttir

18. des. 2019 : Jóladagatal Krabbameinsfélagsins: Svefn og krabbamein

Gera má ráð fyrir að lítill svefnfriður hafi verið á heimilum landsmanna í nótt þegar Hurðaskellir kom til byggða. Um fjórðungur fullorðinna Íslendinga og 75% ungmenna sofa of lítið. En eru einhver tengsl milli svefnleysis og krabbameins? Í jóladagatali Krabbameinsfélagsins eru venjur íslensku jólasveinanna skoðaðar með nýstárlegum hætti.

Lesa meira

10. des. 2019 : Starfsemi yfir jólin

Hefðbundin starfsemi verður yfir jólahátíðina hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Ráðgjafarþjónustu og á skrifstofum félagsins.

Lesa meira
Óveður

10. des. 2019 : Starfsemi riðlast vegna veðurs

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lokar í dag kl 14:15 vegna veðurs og starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar fellur niður eftir hádegi.

Lesa meira

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?