Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022

Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um þrjár milljónir

Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja Bleiku slaufuna með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag.

Á föstu­dag­inn af­hentu for­svars­menn Hag­kaups Krabbameinsfélaginu ávís­un upp á þrjár millj­ón­ir króna sem söfnuðust í versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup lagði aðrar 500 krón­ur í mót­fram­lag,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, en ávís­un­in var af­hent við hátíðlega at­höfn í bleiku boði sem hald­in var í Hag­kaup í Kringl­unni á föstu­dag­inn.

„Söfn­un­in stóð yfir í viku og það stóð ekki á viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið um 1,5 millj­ón og lagði Hag­kaup sömu upp­hæð á móti og söfnuðust alls þrjár millj­ón­ir. Þann 15. októ­ber héld­um við bleikt boð þar sem boðið var upp á freyðandi óá­fenga drykki, veit­ing­ar frá 17 sort­um, Sigga Kling spáði fyr­ir gest­um og gang­andi og ávís­un­in var af­hent,“ seg­ir Eva Lauf­ey.

Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups, sagðist vera gríðarlega þakk­lát­ur viðskipta­vin­um Hag­kaups sem styrktu átakið með þessu hætti sem ber merki um sam­stöðuna sem rík­ir um Krabba­meins­fé­lagið sem sinn­ir ein­stöku starfi.

„Bleika slaufan gegnir afar stóru hlutverki í fjáröflunarstarfi Krabbameinsfélagsins. Með ómetanlegum stuðningi fyrirtækja eins og Hagkaup vinnur Krabbameinsfélagið alla daga að því að koma í veg fyrir krabbamein, fækka þeim sem deyja af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. Hagkaup er í okkar dýrmæta hópi samstarfsaðila. Fyrirtækið bæði selur slaufuna og styrkir átakið með mótframlagi sem er okkur ótrúlega kærkomið og erum við afar ánægð með samstarfið við Hagkaup“  segir Árni Reynir Alfredsson forstöðumaður markaðs- og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?