Ása Sigríður Þórisdóttir 18. sep. 2020

Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir hádegismálþingi á alþjóðlegum degi krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 24. september.

Krabbameinsrannsóknir til framfara

24. september 2020 kl. 12:00-13:00.
Staðsetning: Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 4. hæð og í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

Vegna sóttvarnarráðstafanna verður að gæta að fjöldatakmörkunum,
því er skráning nauðsynleg. SKRÁNING

Dagskrá:

 

Húsið opnar kl. 11:45. Léttar veitingar í boði.

  • 12:00-12:10 Setning.
  • 12:10-12:20 Fyrstu niðurstöður úr Áttavitanum, rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Krabbameinsfélaginu.
  • 12:20-12:35 Krabbameinsrannsóknir hjá börnum:

Gagnagrunnur um æðaleggi hjá krabbameinsveikum börnum. Valtýr Stefánsson Thors, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku: Heilsufar, lífsgæði og hjarta- og efnaskiptatengdir áhættuþættir á fullorðinsaldri. Vigdís Hrönn Viggósdóttir, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

  • 12:35-12:45 Hlutverk endurvinnslu í frumum í krabbameinum. Margrét Helga Ögmundsdóttir, Háskóla Íslands. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.
  • 12:45-12:55 Gæðaskráning greiningar og meðferðar krabbameina á Íslandi. Laufey Tryggvadóttir og Helgi Birgisson, Krabbameinsfélaginu.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins

Á fjórum árum hefur Vísindasjóðurinn styrkt 30 rannsóknir um alls 227 milljónir króna.
Hér má lesa um rannsóknirnar sem hlotið hafa styrki.


Fleiri nýjar fréttir

23. okt. 2020 : Málþing: Brjósta­krabba­mein - fordæma­lausir tímar

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein verður þriðjudaginn 27. október 2020 kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

23. okt. 2020 : Staða félaga­samtaka í heims­faraldri

Rafrænt málþing Almannaheilla og Vaxandi fimmtudaginn 29. október.

Lesa meira

21. okt. 2020 : Heilsu­sögu­bankinn: Ný rannsókn á áhættu­þáttum brjósta­krabba­meins

Áhrif áhættuþátta og skimunar á tíðni brjóstakrabbameins.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Málum bæinn bleikan og stillum á Bleikt100

Í tilefni Bleika dagsins ætlar útvarpsstöðin K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Lesa meira

16. okt. 2020 : Bleiki dagurinn er í dag!

Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?