Ása Sigríður Þórisdóttir 18. sep. 2020

Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir hádegismálþingi á alþjóðlegum degi krabbameinsrannsókna fimmtudaginn 24. september.

Krabbameinsrannsóknir til framfara

24. september 2020 kl. 12:00-13:00.
Staðsetning: Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8, 4. hæð og í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

Vegna sóttvarnarráðstafanna verður að gæta að fjöldatakmörkunum,
því er skráning nauðsynleg. SKRÁNING

Dagskrá:

 

Húsið opnar kl. 11:45. Léttar veitingar í boði.

  • 12:00-12:10 Setning.
  • 12:10-12:20 Fyrstu niðurstöður úr Áttavitanum, rannsókn á reynslu fólks sem greinst hefur með krabbamein. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Krabbameinsfélaginu.
  • 12:20-12:35 Krabbameinsrannsóknir hjá börnum:

Gagnagrunnur um æðaleggi hjá krabbameinsveikum börnum. Valtýr Stefánsson Thors, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Síðbúnar afleiðingar krabbameina í æsku: Heilsufar, lífsgæði og hjarta- og efnaskiptatengdir áhættuþættir á fullorðinsaldri. Vigdís Hrönn Viggósdóttir, Landspítala. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

  • 12:35-12:45 Hlutverk endurvinnslu í frumum í krabbameinum. Margrét Helga Ögmundsdóttir, Háskóla Íslands. Styrkt af Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.
  • 12:45-12:55 Gæðaskráning greiningar og meðferðar krabbameina á Íslandi. Laufey Tryggvadóttir og Helgi Birgisson, Krabbameinsfélaginu.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins

Á fjórum árum hefur Vísindasjóðurinn styrkt 30 rannsóknir um alls 227 milljónir króna.
Hér má lesa um rannsóknirnar sem hlotið hafa styrki.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?