Sigurlaug Gissurardóttir 14. nóv. 2016

Gullsmiðir söfnuðu 1,8 milljón króna fyrir Krabbameinsfélagið

Fullrúar Félags íslenskra gullsmiða hafa afhent Krabbameinsfélaginu 1,8 milljónir króna sem söfnuðust vegna sölu á viðhafnarútgáfu af Bleiku slaufunni í október. Um var að ræða hálsmen úr silfri gert í takmörkuðu upplagi. Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir frá Félagi íslenskra gullsmiða afhentu Kolbrúnu Silju Ásgeirsdóttur, kynningar- og fjáröflunarstjóra Krabbameinsfélagsins, styrkinn í gær í Húsi atvinnulífsins. Lovísa og Unnur Eir hönnuðu Bleiku slaufuna í ár að undangenginni hugmyndasamkeppni en þær lýsa formi slaufunnar þannig að hún  tákni stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskylduna og samfélagið. Allur ágóði af sölu slaufunnar í ár rennur til kaupa á endurnýjuðum tækjabúnaði sem er ætlaður til leitar að brjóstakrabbameini.

Bleika_SlaufanSILFURlitil

Félag íslenskra gullsmiða samanstendur af 27 gullsmíðafyrirtækjum sem öll lögðust á eitt við að ná markmiði félagsins að selja viðhafnarútgáfuna í október. Arna Arnardóttir, formaður Félags íslenskra gullsmiða, segir ánægjulegt að gullsmiðir geti með þessum hætti stutt við starfsemi Krabbameinsfélagsins og um leið styrkt samstöðu meðal gullsmiða. „Að taka þátt í svona mikilvægu góðgerðarátaki sem snertir okkur öll þjappar okkur saman og sýnir að með góðri samvinnu getum við látið gott af okkur leiða. Það er gaman að segja frá því að þetta er í fimmta skipti sem félögin tvö hafa samstarf um hönnun Bleiku slaufunnar og sú hefð sem hefur skapast með samstarfinu er einstök í heiminum. Það eru fjölmargir sem safna slaufunni ár frá ári og hróður íslenskra hönnuða berst langt út fyrir landsteinana. Frá því samvinnan hófst hefur Félag íslenskra gullsmiða safnað tæpum 7 milljónum króna sem hafa runnið beint til Krabbameinsfélagsins.“

Á meðfylgjandi mynd tekur Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir (t.v.), kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins, við styrknum frá Lovísu Halldórsdóttur og Unni Eir Björnsdóttur sem hönnuðu Bleiku slaufuna í ár.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?