Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 5. mar. 2018

Guðni fór í sokkana

Í dag hófst Mottumars formlega þegar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var afhent sokkapar sem selt er til styrktar átakinu. 

Í dag hófst Mottumars formlega þegar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var afhent sokkapar sem selt er til styrktar átakinu. Mottumars er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands tileinkað körlum og krabbameinum. Í ár er sjónum beint að krabbameini í blöðruhálskirtli. Í nýrri auglýsingu syngur Rakarakvartett Mottumars um einkenni sjúkdómsins, en myndbandið má sjá hér. Sokkarnir kosta 2.000 krónur og verða seldir í netverslun Krabbameinsfélagsins og í verslunum víða um land sem finna má upplýsingar um á mottumars.is

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, afhenti Guðna jakka í rakarastofustíl við þetta tækifæri, einn af fjórum jökkum sem hannaðir voru sérstaklega fyrir auglýsinguna. Jakkarnir eru í íslensku fánalitunum og hinir þrír verða boðnir upp á Mottudaginn 16. mars næstkomandi. Forsetinn taldi ekki ólíklegt að jakkinn gæti komið að góðum notum þegar færi að horfa á „Stelpurnar“ eða „Strákana“ okkar.

„Svo hvet ég alla til að láta gott af sér leiða. Allir sem vettlingi geta valdið að kaupa sokka,“ sagði Guðni að lokum en sagðist aðspurður ekki hafa látið skoða blöðruhálsinn þar sem einungis væri mælt með að karlmenn með einkenni gerðu það.

Krabbameinsfélagið bendir á að hafi karlmenn þau einkenni sem sungið er um í laginu eru þeir hvattir til að leita til heilsugæslu.

Í Mottumars er safnað fyrir Karlaklefanum, vefgátt fyrir karla, þar sem finna má upplýsingar um allt sem viðkemur karlmönnum og krabbameinum. Í grein Ásgeirs R. Helgasonar í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að karlmenn með krabbamein séu oft á tíðum félagslega einangraðir og hafi þörf fyrir karllægt viðmót þegar kemur að því að tala um erfiðleika tengda sjúkdómum.

Fram til þessa hefur Mottumars einkennst af yfirvaraskeggjum, en síðustu ár hefur áhugi karlmanna á að safna yfirvaraskeggi dvínað og þátttaka í Mottukeppninni farið minnkandi. Því var tekin ákvörðun að hvíla mottuna í ár, en félagið hvetur hins vegar þá sem hafa safnað mottu í tilefni af átakinu að senda inn myndir, sem það mun birta.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?