Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. sep. 2019

Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Um slaufuna segir Guðbjörg: „Blómið í slaufunni táknar jákvæðni og vellíðan og hringurinn táknar kvenlega orku og vernd.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hálsmen passi bæði konum og körlum: „Enda geta karlmenn verið alveg ófeimnir við að bera Bleiku slaufuna í ár.“

https://youtu.be/8-RBCwr6wkA

Bleika slaufan kostar 2.500 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi á síðunni og einnig hjá Aurum og Mebu. Þá hafa tvær gullslaufur verið hannaðar sem boðnar verða upp í fjáröflunarskyni.

„Annars vegar er um að ræða gullhálsmen og hins vegar gullnælu sem er sérstaklega ætluð þeim sem sakna nælunnar,“ segir Guðbjörg.

Sýnum stuðning í verki og berum Bleiku slaufuna!

Sala hefst hjá Krabbameinsfélaginu Skógarhlíð, í vefverslun og hjá sölustöðum um land allt 1. október. Verð 2.500 kr – rennur óskert til Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?