Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 30. sep. 2019

Guðbjörg í Aurum hannar Bleiku slaufuna 2019

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum Bankastræti er hönnuður Bleiku slaufunnar 2019. Í ár er boðið upp á spennandi nýjung í hönnuninni því í fyrsta sinn er Bleika slaufan hálsmen.

Um slaufuna segir Guðbjörg: „Blómið í slaufunni táknar jákvæðni og vellíðan og hringurinn táknar kvenlega orku og vernd.“ Guðbjörg leggur áherslu á að hálsmen passi bæði konum og körlum: „Enda geta karlmenn verið alveg ófeimnir við að bera Bleiku slaufuna í ár.“

https://youtu.be/8-RBCwr6wkA

Bleika slaufan kostar 2.500 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi á síðunni og einnig hjá Aurum og Mebu. Þá hafa tvær gullslaufur verið hannaðar sem boðnar verða upp í fjáröflunarskyni.

„Annars vegar er um að ræða gullhálsmen og hins vegar gullnælu sem er sérstaklega ætluð þeim sem sakna nælunnar,“ segir Guðbjörg.

Sýnum stuðning í verki og berum Bleiku slaufuna!

Sala hefst hjá Krabbameinsfélaginu Skógarhlíð, í vefverslun og hjá sölustöðum um land allt 1. október. Verð 2.500 kr – rennur óskert til Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?