Guðmundur Pálsson 18. nóv. 2017

Góður árangur bólusetningar gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess

Nýlega birti læknatímaritið Clinical Infectious Diseases uppgjör á rannsókn sem gerð var á Norðurlöndunum á áhrifum bólusetningar gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess ( https://doi.org/10.1093/cid/cix797 ).

Bólusetning með bóluefninu Gardasil var gerð á 2650 konum á Norðurlöndunum á árunum 2002-2003 og til samanburðar tóku álíka margar óbólusettar konur einnig þátt. Alls tóku 710 íslenskar konur, 18-23 ára, þátt í rannsókninni. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Embætti landlæknis sáu um framkvæmd hins íslenska hluta rannsóknarinnar.

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins tók í kjölfarið að sér langtíma eftirfylgd með íslenska rannsóknarhópnum. Í 12 ára uppgjöri rannsóknarinnar kom í ljós að engin bólusett kona hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum þeirra veirutegunda sem bólusett var gegn (HPV 16/18). Þessi niðurstaða lofar mjög góðu varðandi árangur bólusetningarinnar.

Á Íslandi hófst almenn bólusetning gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess á árinu 2011 hjá 12 ára stúlkum. Hér á landi hefur bóluefnið Cervarix verið notað og hefur þátttakan verið með ágætum eða um 90%. Reiknað er með að bólusetningin leiði til 55% lækkunar alvarlegra forstigsbreytinga og 70% lækkunar leghálskrabbameina. 

Miðað við núverandi ástand á Íslandi mun því bólusetningin koma árlega í veg fyrir um 166 tilfelli af alvarlegum forstigsbreytingum og 11 tilfelli leghálskrabbameina hér á landi. Reikna má með enn meiri vernd í framtíðinni ef tekin verða upp nýrri bóluefni sem beinast gegn fleiri veirustofnum.

KI_20sep-187-minni


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?