Anna Margrét Björnsdóttir 17. feb. 2023

Gleðigjafar í heimsókn

  • Börn að leik fyrir utan Krabbameinsfélag Íslands.

Það var fjör í brekkunni fyrir utan Krabbameinsfélagið í gær þegar nýir nágrannar okkar nýttu góðfúslegt leyfi sem þeim hefur verið veitt til að renna sér þar á snjóþotum.

Það urðu vistaskipti í Skógarhlíðinni fyrir nokkru þegar starfsfólk heilbrigðisráðuneytis færði sig um set og Hjallastefnuleikskóli kom í staðinn. Að okkar fyrri nágrönnum ólöstuðum hefur óneitanlega lifnað yfir nágrenninu. Það er ekki síst vegna þess að hinir nýju nágrannar renna sér talsvert meira á snjóþotum heldur en fyrri íbúar. Fátt gleður nefnilega meira heldur en börn að leik.

Það skal tekið fram að þótt það glitti í bíla á myndinni er grasbalinn fyrir neðan brekkuna drjúgur. Engin hætta skapast því af iðjunni, auk þess sem barnanna er vel gætt á meðan af starfsfólki leikskólans.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?