Guðmundur Pálsson 14. sep. 2020

Karlarnir og kúlurnar - árlegt golfmót

Líflegur hópur tók þátt í árlegu verkefni; „Karlarnir og kúlurnar” og æfðu golfsveifluna í fögru umhverfi Bakkakotsvallar í Mosfellbæ í góðum félagsskap.

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Góðra hálsa, Frískra manna og Krafts þar sem körlum sem fengið hafa krabbamein er gefið tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni.

Leikið var að Bakkakoti í Mosfellsbæ þriðjudaginn 8. september og fengu tólf karlar tækifæri til að taka þátt að þessu sinni.

Björn K. Björnsson PGA golfkennari leiðbeindi þátttakendum með réttu golfsveifluna áður en haldið var út á golfvöll. Leikið var þriggja manna Texas Scramble og leiknar 9. holur.

Boðið var upp á léttar veitingar að leik loknum og veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur.

Golfklúbbi Mosfellsbæjar er þakkað fyrir stuðninginn sem og Golfklúbbi Reykjavíkur, Golfklúbbnum Oddi og Garra er þakkað fyrir að leggja til verðlaun.

Umsjónarmaður verkefnisins var nú sem fyrr Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

 


Fleiri nýjar fréttir

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

18. nóv. 2020 : Uppbókað hjá Leitarstöð fram að áramótum

Mikil aðsókn hefur verið í skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands síðastliðnar vikur og aukið framboð á tímum hefur ekki dugað til. 

Lesa meira

12. nóv. 2020 : Helmingur Íslendinga er jákvæður fyrir erfða­gjöfum til góð­gerðar­starfs

Vel menntaðar konur líklegri til að gefa erfðagjöf.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?