Ása Sigríður Þórisdóttir 10. mar. 2022

Gerð Svarthvítu hetjunnar

Auglýsingar Mottumars hafa alltaf vakið athygli. Hér fáum við innsýn í gerð Mottumarsauglýsingarinnar í ár og sjáum fólkið á bak við auglýsinguna. 

Í ár vildum við ná til karla og hvetja þá til að þekkja einkenni krabbameina og bregðast skjótt við finni þeir fyrir einkennum. Því nýlegar niðurstöður úr rannsókn Krabbameins-félagsins sýna að karlar fara mun seinna en konur til læknis þegar þeir verða varir við einkenni. Þessu verður að breyta!

Við vildum einnig ná til þeirra sem telja sig alls ekki komna á þann aldur að þurfa að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina.

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að lagið Svarthvíta hetjan með Dúkkulísunum, sem er í auglýsingunni, heyrðist fyrst árið 1984. En það er mjög viðeigandi í þessu samhengi því að þeir sem voru á tánings- og unglingsaldri á þessum stórkostlega tíma eru einmitt komnir á þann aldur að þurfa að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina". 

Þessu tókst öllu að koma saman í góðri hugmyndavinnu með þeim Gulla og Hauki á auglýsingastofunni Cirkus sem er að vinna með okkur í Mottumars í fyrsta sinn. 

Mottumarsauglýsingunni í ár leikstýrði Reynir Lyngdal, leikstjóri, en hann hefur áður unnið með okkur því hann leikstýrði einnig auglýsingunni „Hreyfðu þig“ fyrir tveimur árum þegar lögð var áhersla á mikilvægi hreyfingar. Þar sýndu nokkir úrvalsmenn ýmsar hreyfingar við lagið Súperman. Reynir segir þetta alltaf vera mjög skemmtilegt og þarft verkefni að taka þátt í. Því þetta sé eitthvað sem alltaf verður að halda í umræðunni því þetta er eilíf barátta.

https://www.youtube.com/watch?v=2nwNgdCw0G0

Framleiðandi auglýsingarinnar er Hannes Friðbjarnarson hjá Republik sem hefur framleitt hvorki meira né minna en fjórar Mottumarsauglýsingar. Geri aðrir betur! Rakarakvartettinn, Baráttan byrjar hér, Hreyfðu þig maður og Svarthvíta hetja eru allt meistarastykki sem Hannes hefur átt mikinn þátt í að setja saman.

Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem Erling Jóhannesson, leikari og gullsmiður, leggur Krabbameinsfélaginu lið. Hann er hönnuður Bleiku slaufunnar árið 2015 og vann hugmyndasamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins. Það eru mikil og skemmtileg tenging í því að meðleikari hans í auglýsingunni, Harpa Sigríður barnabarn hans er einmitt fædd 2015. Erling var staddur hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð á fundi um Bleiku slaufuna þegar hann fékk símtal um að Harpa Sigríður væri fædd. Þau eru því bæði tengd félaginu, Bleiku slaufunni og Mottumars órjúfanlegum böndum.

Hjartans þakkir til allra þeirra hæfileikaríku listamanna sem gerðu Svarthvítu hetjuna með okkur.

 


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?