Ása Sigríður Þórisdóttir 10. mar. 2022

Gerð Svarthvítu hetjunnar

Auglýsingar Mottumars hafa alltaf vakið athygli. Hér fáum við innsýn í gerð Mottumarsauglýsingarinnar í ár og sjáum fólkið á bak við auglýsinguna. 

Í ár vildum við ná til karla og hvetja þá til að þekkja einkenni krabbameina og bregðast skjótt við finni þeir fyrir einkennum. Því nýlegar niðurstöður úr rannsókn Krabbameins-félagsins sýna að karlar fara mun seinna en konur til læknis þegar þeir verða varir við einkenni. Þessu verður að breyta!

Við vildum einnig ná til þeirra sem telja sig alls ekki komna á þann aldur að þurfa að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina.

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að lagið Svarthvíta hetjan með Dúkkulísunum, sem er í auglýsingunni, heyrðist fyrst árið 1984. En það er mjög viðeigandi í þessu samhengi því að þeir sem voru á tánings- og unglingsaldri á þessum stórkostlega tíma eru einmitt komnir á þann aldur að þurfa að vera vakandi fyrir einkennum krabbameina". 

Þessu tókst öllu að koma saman í góðri hugmyndavinnu með þeim Gulla og Hauki á auglýsingastofunni Cirkus sem er að vinna með okkur í Mottumars í fyrsta sinn. 

Mottumarsauglýsingunni í ár leikstýrði Reynir Lyngdal, leikstjóri, en hann hefur áður unnið með okkur því hann leikstýrði einnig auglýsingunni „Hreyfðu þig“ fyrir tveimur árum þegar lögð var áhersla á mikilvægi hreyfingar. Þar sýndu nokkir úrvalsmenn ýmsar hreyfingar við lagið Súperman. Reynir segir þetta alltaf vera mjög skemmtilegt og þarft verkefni að taka þátt í. Því þetta sé eitthvað sem alltaf verður að halda í umræðunni því þetta er eilíf barátta.

https://www.youtube.com/watch?v=2nwNgdCw0G0

Framleiðandi auglýsingarinnar er Hannes Friðbjarnarson hjá Republik sem hefur framleitt hvorki meira né minna en fjórar Mottumarsauglýsingar. Geri aðrir betur! Rakarakvartettinn, Baráttan byrjar hér, Hreyfðu þig maður og Svarthvíta hetja eru allt meistarastykki sem Hannes hefur átt mikinn þátt í að setja saman.

Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn sem Erling Jóhannesson, leikari og gullsmiður, leggur Krabbameinsfélaginu lið. Hann er hönnuður Bleiku slaufunnar árið 2015 og vann hugmyndasamkeppni Félags íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagsins. Það eru mikil og skemmtileg tenging í því að meðleikari hans í auglýsingunni, Harpa Sigríður barnabarn hans er einmitt fædd 2015. Erling var staddur hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð á fundi um Bleiku slaufuna þegar hann fékk símtal um að Harpa Sigríður væri fædd. Þau eru því bæði tengd félaginu, Bleiku slaufunni og Mottumars órjúfanlegum böndum.

Hjartans þakkir til allra þeirra hæfileikaríku listamanna sem gerðu Svarthvítu hetjuna með okkur.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?