Sóley Jónsdóttir 9. ágú. 2017

Fyrirspurn: mjólkurafurðir og brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu berast oft fyrirspurnir frá almenningi um ýmsar rannsóknir eða umfjöllunarefni fjölmiðla. Nýlega fengum við fyrirspurn um hvort að talið sé rétt að konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein auki líkurnar á því að deyja af völdum brjóstakrabbameins um allt að 49% bara með því að neyta mjólkurafurða eins og kveðið er á um í þessari rannsókn.

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár tók saman eftirfarandi svar:

Þessi tiltekna rannsókn benti til þess að neysla fituríkra mjólkurafurða geti haft áhrif á horfur kvenna með brjóstakrabbamein. Aftur á móti fannst ekki samband við neyslu fituminni mjólkurafurða. Konur sem neyttu meir en eins skammts daglega (af fituríkum afurðum - smjör og eftirréttir með rjóma) höfðu heldur verri horfur en konur sem neyttu innan við hálfs skammts. 

Í kjölfarið kom svar í sama tímariti þar sem greint var frá annarri rannsókn á Ítalíu, þar sem aftur á móti fannst ekki neitt samband. Höfundar fyrri greinarinnar komu með athugasemd við þetta og bentu á að hugsanlega sé misjafnlega mikið estrógen í feitum kúamjólkurafurðum eftir löndum, vegna mismunandi búskaparhátta. Og þetta geti skýrt ólíkar niðurstöður milli landa. Ekki virðast margir hafa rannsakað þetta mál, en til að staðfesta orsakasamband þurfa að liggja fyrir samhljóma niðurstöður úr mörgum rannsóknum. 

Samantekið sýnist mér þarna vera vísbending en staðfestingu vantar. Persónulega myndi ég ekki hætta að smakka feitar mjólkurafurði ef ég væri komin með brjóstakrabbamein, en myndi vissulega neyta þeirra í hófi til að hafa vaðið fyrir neðan mig. 

Til viðbótar má nefna tvennt þar sem staðfest samband liggur fyrir: Horfur kvenna sem hreyfa sig mikið og neyta mjög lítils (eða ekki neins) áfengis eru betri en kvenna sem hreyfa sig lítið og/eða neyta meira áfengis. 


Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?