Sóley Jónsdóttir 9. ágú. 2017

Fyrirspurn: mjólkurafurðir og brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu berast oft fyrirspurnir frá almenningi um ýmsar rannsóknir eða umfjöllunarefni fjölmiðla. Nýlega fengum við fyrirspurn um hvort að talið sé rétt að konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein auki líkurnar á því að deyja af völdum brjóstakrabbameins um allt að 49% bara með því að neyta mjólkurafurða eins og kveðið er á um í þessari rannsókn.

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár tók saman eftirfarandi svar:

Þessi tiltekna rannsókn benti til þess að neysla fituríkra mjólkurafurða geti haft áhrif á horfur kvenna með brjóstakrabbamein. Aftur á móti fannst ekki samband við neyslu fituminni mjólkurafurða. Konur sem neyttu meir en eins skammts daglega (af fituríkum afurðum - smjör og eftirréttir með rjóma) höfðu heldur verri horfur en konur sem neyttu innan við hálfs skammts. 

Í kjölfarið kom svar í sama tímariti þar sem greint var frá annarri rannsókn á Ítalíu, þar sem aftur á móti fannst ekki neitt samband. Höfundar fyrri greinarinnar komu með athugasemd við þetta og bentu á að hugsanlega sé misjafnlega mikið estrógen í feitum kúamjólkurafurðum eftir löndum, vegna mismunandi búskaparhátta. Og þetta geti skýrt ólíkar niðurstöður milli landa. Ekki virðast margir hafa rannsakað þetta mál, en til að staðfesta orsakasamband þurfa að liggja fyrir samhljóma niðurstöður úr mörgum rannsóknum. 

Samantekið sýnist mér þarna vera vísbending en staðfestingu vantar. Persónulega myndi ég ekki hætta að smakka feitar mjólkurafurði ef ég væri komin með brjóstakrabbamein, en myndi vissulega neyta þeirra í hófi til að hafa vaðið fyrir neðan mig. 

Til viðbótar má nefna tvennt þar sem staðfest samband liggur fyrir: Horfur kvenna sem hreyfa sig mikið og neyta mjög lítils (eða ekki neins) áfengis eru betri en kvenna sem hreyfa sig lítið og/eða neyta meira áfengis. 


Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Lesa meira

16. sep. 2022 : Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Lesa meira

16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?