Sóley Jónsdóttir 9. ágú. 2017

Fyrirspurn: mjólkurafurðir og brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu berast oft fyrirspurnir frá almenningi um ýmsar rannsóknir eða umfjöllunarefni fjölmiðla. Nýlega fengum við fyrirspurn um hvort að talið sé rétt að konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein auki líkurnar á því að deyja af völdum brjóstakrabbameins um allt að 49% bara með því að neyta mjólkurafurða eins og kveðið er á um í þessari rannsókn.

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár tók saman eftirfarandi svar:

Þessi tiltekna rannsókn benti til þess að neysla fituríkra mjólkurafurða geti haft áhrif á horfur kvenna með brjóstakrabbamein. Aftur á móti fannst ekki samband við neyslu fituminni mjólkurafurða. Konur sem neyttu meir en eins skammts daglega (af fituríkum afurðum - smjör og eftirréttir með rjóma) höfðu heldur verri horfur en konur sem neyttu innan við hálfs skammts. 

Í kjölfarið kom svar í sama tímariti þar sem greint var frá annarri rannsókn á Ítalíu, þar sem aftur á móti fannst ekki neitt samband. Höfundar fyrri greinarinnar komu með athugasemd við þetta og bentu á að hugsanlega sé misjafnlega mikið estrógen í feitum kúamjólkurafurðum eftir löndum, vegna mismunandi búskaparhátta. Og þetta geti skýrt ólíkar niðurstöður milli landa. Ekki virðast margir hafa rannsakað þetta mál, en til að staðfesta orsakasamband þurfa að liggja fyrir samhljóma niðurstöður úr mörgum rannsóknum. 

Samantekið sýnist mér þarna vera vísbending en staðfestingu vantar. Persónulega myndi ég ekki hætta að smakka feitar mjólkurafurði ef ég væri komin með brjóstakrabbamein, en myndi vissulega neyta þeirra í hófi til að hafa vaðið fyrir neðan mig. 

Til viðbótar má nefna tvennt þar sem staðfest samband liggur fyrir: Horfur kvenna sem hreyfa sig mikið og neyta mjög lítils (eða ekki neins) áfengis eru betri en kvenna sem hreyfa sig lítið og/eða neyta meira áfengis. 


Fleiri nýjar fréttir

18. des. 2019 : Jóladagatal Krabbameinsfélagsins: Svefn og krabbamein

Gera má ráð fyrir að lítill svefnfriður hafi verið á heimilum landsmanna í nótt þegar Hurðaskellir kom til byggða. Um fjórðungur fullorðinna Íslendinga og 75% ungmenna sofa of lítið. En eru einhver tengsl milli svefnleysis og krabbameins? Í jóladagatali Krabbameinsfélagsins eru venjur íslensku jólasveinanna skoðaðar með nýstárlegum hætti.

Lesa meira

10. des. 2019 : Starfsemi yfir jólin

Hefðbundin starfsemi verður yfir jólahátíðina hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Ráðgjafarþjónustu og á skrifstofum félagsins.

Lesa meira
Óveður

10. des. 2019 : Starfsemi riðlast vegna veðurs

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lokar í dag kl 14:15 vegna veðurs og starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar fellur niður eftir hádegi.

Lesa meira

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?