Sóley Jónsdóttir 9. ágú. 2017

Fyrirspurn: mjólkurafurðir og brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu berast oft fyrirspurnir frá almenningi um ýmsar rannsóknir eða umfjöllunarefni fjölmiðla. Nýlega fengum við fyrirspurn um hvort að talið sé rétt að konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein auki líkurnar á því að deyja af völdum brjóstakrabbameins um allt að 49% bara með því að neyta mjólkurafurða eins og kveðið er á um í þessari rannsókn.

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár tók saman eftirfarandi svar:

Þessi tiltekna rannsókn benti til þess að neysla fituríkra mjólkurafurða geti haft áhrif á horfur kvenna með brjóstakrabbamein. Aftur á móti fannst ekki samband við neyslu fituminni mjólkurafurða. Konur sem neyttu meir en eins skammts daglega (af fituríkum afurðum - smjör og eftirréttir með rjóma) höfðu heldur verri horfur en konur sem neyttu innan við hálfs skammts. 

Í kjölfarið kom svar í sama tímariti þar sem greint var frá annarri rannsókn á Ítalíu, þar sem aftur á móti fannst ekki neitt samband. Höfundar fyrri greinarinnar komu með athugasemd við þetta og bentu á að hugsanlega sé misjafnlega mikið estrógen í feitum kúamjólkurafurðum eftir löndum, vegna mismunandi búskaparhátta. Og þetta geti skýrt ólíkar niðurstöður milli landa. Ekki virðast margir hafa rannsakað þetta mál, en til að staðfesta orsakasamband þurfa að liggja fyrir samhljóma niðurstöður úr mörgum rannsóknum. 

Samantekið sýnist mér þarna vera vísbending en staðfestingu vantar. Persónulega myndi ég ekki hætta að smakka feitar mjólkurafurði ef ég væri komin með brjóstakrabbamein, en myndi vissulega neyta þeirra í hófi til að hafa vaðið fyrir neðan mig. 

Til viðbótar má nefna tvennt þar sem staðfest samband liggur fyrir: Horfur kvenna sem hreyfa sig mikið og neyta mjög lítils (eða ekki neins) áfengis eru betri en kvenna sem hreyfa sig lítið og/eða neyta meira áfengis. 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?