Sóley Jónsdóttir 9. ágú. 2017

Fyrirspurn: mjólkurafurðir og brjóstakrabbamein

Krabbameinsfélaginu berast oft fyrirspurnir frá almenningi um ýmsar rannsóknir eða umfjöllunarefni fjölmiðla. Nýlega fengum við fyrirspurn um hvort að talið sé rétt að konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein auki líkurnar á því að deyja af völdum brjóstakrabbameins um allt að 49% bara með því að neyta mjólkurafurða eins og kveðið er á um í þessari rannsókn.

Laufey Tryggvadóttir faraldsfræðingur og framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár tók saman eftirfarandi svar:

Þessi tiltekna rannsókn benti til þess að neysla fituríkra mjólkurafurða geti haft áhrif á horfur kvenna með brjóstakrabbamein. Aftur á móti fannst ekki samband við neyslu fituminni mjólkurafurða. Konur sem neyttu meir en eins skammts daglega (af fituríkum afurðum - smjör og eftirréttir með rjóma) höfðu heldur verri horfur en konur sem neyttu innan við hálfs skammts. 

Í kjölfarið kom svar í sama tímariti þar sem greint var frá annarri rannsókn á Ítalíu, þar sem aftur á móti fannst ekki neitt samband. Höfundar fyrri greinarinnar komu með athugasemd við þetta og bentu á að hugsanlega sé misjafnlega mikið estrógen í feitum kúamjólkurafurðum eftir löndum, vegna mismunandi búskaparhátta. Og þetta geti skýrt ólíkar niðurstöður milli landa. Ekki virðast margir hafa rannsakað þetta mál, en til að staðfesta orsakasamband þurfa að liggja fyrir samhljóma niðurstöður úr mörgum rannsóknum. 

Samantekið sýnist mér þarna vera vísbending en staðfestingu vantar. Persónulega myndi ég ekki hætta að smakka feitar mjólkurafurði ef ég væri komin með brjóstakrabbamein, en myndi vissulega neyta þeirra í hófi til að hafa vaðið fyrir neðan mig. 

Til viðbótar má nefna tvennt þar sem staðfest samband liggur fyrir: Horfur kvenna sem hreyfa sig mikið og neyta mjög lítils (eða ekki neins) áfengis eru betri en kvenna sem hreyfa sig lítið og/eða neyta meira áfengis. 


Fleiri nýjar fréttir

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Lesa meira

11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?