Ása Sigríður Þórisdóttir 6. mar. 2020

Fullt út úr dyrum í Hofi

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Málþingið Karlar og krabbamein er hluti af árveknisátakinu Hrúturinn sem ætlað er að vekja athygli karla á forvörnum gegn krabbameini, einkennum þeirra og þeim stuðningi býðst við greiningu.

Fullt var út úr dyrum í gær þegar málþingið Karlar og krabbamein var sett í Hofi á Akureyri. Málþingið er hluti af árveknisátakinu Hrúturinn, sem Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis stendur fyrir í mars ásamt Akureyrarbæ og Krabbameinsfélagi Íslands. Markmið átaksins er að vekja athygli karla á forvörnum gegn krabbameini, einkennum þeirra og þeim stuðningi sem félagið veitir við greiningu.

Í Hofi bauðst gestum að þreifa á gervipung í leit að meinum, fræðast um Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, auk þess sem JMJ herrafataverslun stóð fyrir sölu á svokölluðum Hrútaklútum til styrktar málstaðnum. Karlakór Eyjafjarðar mætti prúðbúinn og tók nokkur lög fyrir gesti áður en málþingið var sett.

Dagskrá málþingsins var fjölbreytt og áhersla lögð á að nálgast viðfangsefnið frá ólíkum sjónarhornum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarsjóri Akureyrar, flutti opnunarávarp þar sem hún lýsti ánægju sinni með átakið og mikilvægi þess að huga að eigin heilsu og að fylgja því eftir verði einkenna vart. Í framhaldinu fór Sólmundur Hólm með gamanmál, en hann greindist sjálfur með Hodkins eitilfrumukrabbamein árið 2017 og fór yfir þá reynslu með gamansömum hætti. Guðmundur Otti Einarsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og meltingarfæra- og lifrarsjúkdómum, fjallaði um illkynja æxli í ristli. Hann fór vel yfir áhættuþætti og einkenni sjúkdómsins ásamt því að gera ferlinu við greiningu góð skil.

Lífsfylling og gildi vináttunnar var viðfangsefni Þorgnýs Dýrfjörð, heimspekings, sem fjallaði einnig um dyggðir og mikilvægi þess að vera til staðar þegar vinur veikist. Birkir Baldvinsson hélt erindið, Smá ves - ég er með krabba, þar sem hann fór yfir þá reynslu að greinast með eitilfrumukrabbamein og þá leið sem hann fór í að ná upp fyrra þreki og þoli eftir meðferð. Fulltrúi Krabbameinsfélags Íslands og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, Sigrún Elva Einarsdóttir, hélt kynningu á nýju ákvörðunartæki inn á karlaklefinn.is og hreyfingu sem forvörn gegn krabbameinum. Sólmundur Hólm endaði kvöldið með nokkrum eftirhermum og kitlaði hláturtaugar gesta.

Málþinginu var stýrt af Friðbirni Reyni Sigurðssyni, lyf- og krabbameinslækni. Þetta er í annað sinn sem málþingið er haldið og óhætt að segja að það hafi fest sig í sessi. Meðbyr bæjarbúa með átakinu er mikill, en alls sóttu um 200 manns málþingið.Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?