Ása Sigríður Þórisdóttir 28. ágú. 2020

Frjáls félagasamtök gegna stóru hlutverki, líka í kófinu.

Almannaheillasamtök gegna stóru hlutverki í samfélaginu, og hlutverkið er líklega enn stærra en áður í Covid-faraldrinum.

Almannaheill-minnaminnaFélögin hafa mörg hver breytt starfsemi sinni og aukið hana og sem dæmi um það má nefna samstarf Krabbameinsfélagsins, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Reykjanesbæjar sem felur meðal annars í sér að Krabbameinsfélagið býður íbúum á Suðurnesjum upp á ókeypis ráðgjöf tvisvar í mánuði í Ráðhúsinu í Reykjanesbæ. Starfsemi almannaheillafélaga hefur hins vegar líka orðið fyrir barðinu á kófinu og sum félaganna hafa orðið að draga úr starfsemi sinni eða fresta henni, misst sjálfboðaliða tímabundið, orðið af fjáröflunarmöguleikum og svo má lengi telja.

Aðstæður félaganna hafa lengi verið til umræðu á Alþingi án þess að hljóta afgreiðslu. Tillögur sérstakrar nefndar um skattabreytingar liggja fyrir en frumvarp til laga um almannaheillafélög hlaut ekki afgreiðslu á vorþingi en brýnt er að huga að lagalegri og skattalegri stöðu félaganna.

Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla skrifar hér um málefni þriðja geirans í kófinu:


Fleiri nýjar fréttir

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Sigrún Gunnarsdóttir

Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands var kjörin formaður Krabbameinsfélagsins á aðalfundi félagsins árið 2016, til tveggja ára.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?