Ása Sigríður Þórisdóttir 28. ágú. 2020

Frjáls félagasamtök gegna stóru hlutverki, líka í kófinu.

Almannaheillasamtök gegna stóru hlutverki í samfélaginu, og hlutverkið er líklega enn stærra en áður í Covid-faraldrinum.

Almannaheill-minnaminnaFélögin hafa mörg hver breytt starfsemi sinni og aukið hana og sem dæmi um það má nefna samstarf Krabbameinsfélagsins, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Reykjanesbæjar sem felur meðal annars í sér að Krabbameinsfélagið býður íbúum á Suðurnesjum upp á ókeypis ráðgjöf tvisvar í mánuði í Ráðhúsinu í Reykjanesbæ. Starfsemi almannaheillafélaga hefur hins vegar líka orðið fyrir barðinu á kófinu og sum félaganna hafa orðið að draga úr starfsemi sinni eða fresta henni, misst sjálfboðaliða tímabundið, orðið af fjáröflunarmöguleikum og svo má lengi telja.

Aðstæður félaganna hafa lengi verið til umræðu á Alþingi án þess að hljóta afgreiðslu. Tillögur sérstakrar nefndar um skattabreytingar liggja fyrir en frumvarp til laga um almannaheillafélög hlaut ekki afgreiðslu á vorþingi en brýnt er að huga að lagalegri og skattalegri stöðu félaganna.

Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla skrifar hér um málefni þriðja geirans í kófinu:


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?