Administrator 4. sep. 2015

Kristján Oddsson tekur við störfum forstjóra Krabbameinsfélags Íslands

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. 

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. Ragnheiður Haraldsdóttir sem hefur verið forstjóri Krabbameinsfélagsins síðustu sex ár mun framvegis helga sig verkefnum fyrir samtök norrænu krabbameinsfélaganna, Nordic Cancer Union, en hún er formaður samtakanna. Ragnheiður segir ánægjulegt að nú þegar hún lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélagsins standi félagið traustum fótum bæði faglega og fjárhagslega. „Á undanförnum árum hefur okkur tekist í samvinnu við starfsfólk og velunnara félagsins að efla og treysta starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í dag er starfsemi þess þróttmikil og fer vaxandi og við finnum að almenningur ber traust til okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir.

Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.

Um svipað leyti og forstjóraskipti verða hjá Krabbameinsfélaginu eru fleiri stjórnendastöður að losna hjá félaginu. Nýlega var starf markaðsstjóra félagsins auglýst og hafa á sjötta tug umsókna nú þegar borist um það starf. Þá verður starf fjármálastjóra félagsins væntanlega auglýst laust til umsóknar innan tíðar auk þess sem yfirmaður krabbameinsskrár félagsins mun á næstunni taka við stöðu yfirlæknis á Landsspítalanum og hættir þá í hlutastarfi hjá félaginu. Um leið og stjórn Krabbameinsfélagsins þakkar góðu samstarfsfólki sem senn hverfur til annarra starfa fyrir störf þeirra í þágu félagsins, hlakkar hún til að fá nýtt og öflugt fagfólk til liðs við Krabbameinsfélagið.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?