Administrator 4. sep. 2015

Kristján Oddsson tekur við störfum forstjóra Krabbameinsfélags Íslands

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. 

Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hefur ráðið Kristján Oddsson yfirlækni og sviðsstjóra leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins til að gegna einnig starfi forstjóra félagsins þar til ný stjórn tekur ákvörðun um næsta forstjóra að loknum aðalfundi félagsins næsta vor. Ragnheiður Haraldsdóttir sem hefur verið forstjóri Krabbameinsfélagsins síðustu sex ár mun framvegis helga sig verkefnum fyrir samtök norrænu krabbameinsfélaganna, Nordic Cancer Union, en hún er formaður samtakanna. Ragnheiður segir ánægjulegt að nú þegar hún lætur af störfum sem forstjóri Krabbameinsfélagsins standi félagið traustum fótum bæði faglega og fjárhagslega. „Á undanförnum árum hefur okkur tekist í samvinnu við starfsfólk og velunnara félagsins að efla og treysta starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í dag er starfsemi þess þróttmikil og fer vaxandi og við finnum að almenningur ber traust til okkar og þeirrar þjónustu sem við veitum. Fyrir það er ég þakklát,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir.

Kristján Oddsson tók við sem yfirlæknir og sviðsstjóri Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins í apríl 2013, en áður starfaði hann sem heimilislæknir víða um land og rak stofu sem kvensjúkdómalæknir. Hann vann einnig hjá Landlæknisembættinu í rúm fjögur ár, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir.

Um svipað leyti og forstjóraskipti verða hjá Krabbameinsfélaginu eru fleiri stjórnendastöður að losna hjá félaginu. Nýlega var starf markaðsstjóra félagsins auglýst og hafa á sjötta tug umsókna nú þegar borist um það starf. Þá verður starf fjármálastjóra félagsins væntanlega auglýst laust til umsóknar innan tíðar auk þess sem yfirmaður krabbameinsskrár félagsins mun á næstunni taka við stöðu yfirlæknis á Landsspítalanum og hættir þá í hlutastarfi hjá félaginu. Um leið og stjórn Krabbameinsfélagsins þakkar góðu samstarfsfólki sem senn hverfur til annarra starfa fyrir störf þeirra í þágu félagsins, hlakkar hún til að fá nýtt og öflugt fagfólk til liðs við Krabbameinsfélagið.


Fleiri nýjar fréttir

2. okt. 2023 : Takk fyrir samveruna og stuðninginn

Það er óhætt að segja að gleði, samhugur og samstaða hafi ráðið ríkjum á opnunarviðburði Bleiku slaufunnar sem haldinn var í Þjóðleikhúsinu þann 28. september. Myndirnar sem hér fylgja segja allt um stemminguna.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Verum bleik - fyrir okkur öll

Í dag, föstudaginn 29. september, hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að mikilvægi samstöðunnar og bleika litarins sem tákns um hana.

Lesa meira

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?