Administrator 4. sep. 2015

Þáttur um Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Hringbraut

Sjónum var beint að krabbameini í þættinum Fólk með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en þar var skoðað hvað Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins gerir fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.

Sjónum var beint að krabbameini í þættinum Fólk með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut  en þar var skoðað hvað Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins gerir fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.

Á hverju ári greinast 1.450 manns með krabbamein á Íslandi. Í kringum hvern einstakling sem veikist er hópur fólks sem á um sárt að binda vegna þessa. Í þættinum segja gestir Sirrýjar frá því að þetta er í raun fjölskyldusjúkdómur, svo mjög hefur hann áhrif á aðstandendur þeirra sem greinast. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur nýtti sér Ráðgjafarþjónustuna þegar maður hennar veiktist og eftir að hann dó hélt hún áfram að mæta þangað í djúpslökun og viðtöl: "Ráðgjafarþjónustan bjargaði lifi mínu og geðheilsu," segir Vilborg í þættinum.

Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar segir að það sé svo margt hægt að gera þó fólk greinist með þennan sjúkdóm: "Það er alltaf von. Margt er hægt að gera," segir hún og bætir við að þjónustan er fólki að kostnaðarlausu.

Í þættinum eru líka Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur sem er með hópinn ,,Fítonskraft" hjá Ráðgjafarþjónustunni. Og Nílsína Larsen Einarsdóttir sem nýtti sér þjónustuna þegar hún greindist með krabbamein en eftir að henni batnaði hóf hún þar störf og aðstoðar nú aðra í sömu sporum.

https://www.youtube.com/watch?v=u-zIEVKPlaQ


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?