Administrator 4. sep. 2015

Þáttur um Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins á Hringbraut

Sjónum var beint að krabbameini í þættinum Fólk með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en þar var skoðað hvað Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins gerir fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.

Sjónum var beint að krabbameini í þættinum Fólk með Sirrý á sjónvarpsstöðinni Hringbraut  en þar var skoðað hvað Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins gerir fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra.

Á hverju ári greinast 1.450 manns með krabbamein á Íslandi. Í kringum hvern einstakling sem veikist er hópur fólks sem á um sárt að binda vegna þessa. Í þættinum segja gestir Sirrýjar frá því að þetta er í raun fjölskyldusjúkdómur, svo mjög hefur hann áhrif á aðstandendur þeirra sem greinast. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur nýtti sér Ráðgjafarþjónustuna þegar maður hennar veiktist og eftir að hann dó hélt hún áfram að mæta þangað í djúpslökun og viðtöl: "Ráðgjafarþjónustan bjargaði lifi mínu og geðheilsu," segir Vilborg í þættinum.

Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar segir að það sé svo margt hægt að gera þó fólk greinist með þennan sjúkdóm: "Það er alltaf von. Margt er hægt að gera," segir hún og bætir við að þjónustan er fólki að kostnaðarlausu.

Í þættinum eru líka Atli Már Sveinsson íþróttafræðingur sem er með hópinn ,,Fítonskraft" hjá Ráðgjafarþjónustunni. Og Nílsína Larsen Einarsdóttir sem nýtti sér þjónustuna þegar hún greindist með krabbamein en eftir að henni batnaði hóf hún þar störf og aðstoðar nú aðra í sömu sporum.

https://www.youtube.com/watch?v=u-zIEVKPlaQ


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?