Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. júl. 2019

Framför gengur í Europa UOMO

Samtökin Framför voru nýverið tekin inn í Europa UOMO, Evrópusamtök fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Samtökin Framför eru eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, ætluð körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Á ársfundi Europa UOMO sem haldinn var í Birmingham 14. og 15. júní síðastliðinn, var Framför tekin inn. Europa Uomo eru regnhlífarsamtök stuðningshreyfinga fyrir menn með blöðruhálskirtilskrabbamein í 28 Evrópulöndum og talið er að um 100.000 karlmenn sem greindir hafi verið með sjúkdóminn standi að baki hreyfingunum.

21% færri dauðsföll með PSA mælingum

Á fundinum kom fram að talið sé að í Evrópu hafi PSA mælingar dregið úr 21% dauðsfalla. Enn fremur sýna tölur að eftir að hætt var að mæla með PSA mælingum í Bandaríkjunum hafi dánarhlutfall vegna krabbameins í blöðruhálskirtli farið hækkandi í landinu. Samtökin hafa á stefnuskrá sinni að gera PSA mælingar að skyldu.

Í júnímánuði var hafin umfangsmikil könnun á vegum samtakanna um lífsgæði eftir greiningu og meðferð meðal karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtil.

Þráinn Þorvaldsson, formaður krabbameinsfélagsins Framfarar, sótti ársfundinn ásamt Óskari Einarssyni, stjórnarmanni í félaginu. 

Á myndinni er samstarfsfólk Framfarar við inngönguna; frá vinstri Stig Lindahl frá Svíþjóð, Anja Vancauwenbergh ritari samtakanna, Þráinn Þorvaldsson, Írarnir Tom Hope og John Dowling og Óskar Einarsson. 


Fleiri nýjar fréttir

6. sep. 2019 : Kynningarátak um erfðagjafir

Krabbameinsfélagið hefur tekið höndum saman við sex góðgerðarfélög til að vekja athygli almennings á erfðagjöfum. Yfirskrift átaksins er „Gefðu framtíðinni forskot.“

Lesa meira

4. sep. 2019 : Nú komum við saman: Opið hús á Velunnaradaginn 10. september

Þriðjudaginn 10. september verður opið hús fyrir Velunnara Krabbameinsfélagsins, en það eru þeir sem kjósa að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi. Þannig gera þeir félaginu kleift að efla stöðugt rannsóknir, fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning í þágu þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Lesa meira

4. sep. 2019 : Göngum, hjólum eða hlaupum í skólann!

Krabbameinsfélagið tekur fagnandi hinu árlegu átaki ,,Göngum í skólann“, enda er markmið þess að hvetja börn til aukinnar hreyfingar auk þess að fræða þau, foreldra og starfsfólk skóla um ávinninginn sem felst í reglulegri hreyfingu og stuðla almennt að heilbrigðum lífsstíl fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

30. ágú. 2019 : Sterk tengsl milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins

Í dag birtust í vísindaritinu Lancet niðurstöður stórrar fjölþjóðlegar rannsóknar um tengsl milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og í henni er meðal annars stuðst við gögn frá Krabbameinsfélaginu.

Lesa meira

26. ágú. 2019 : Snorri Ingimarsson fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins er látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?