Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. júl. 2019

Framför gengur í Europa UOMO

Samtökin Framför voru nýverið tekin inn í Europa UOMO, Evrópusamtök fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Samtökin Framför eru eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, ætluð körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Á ársfundi Europa UOMO sem haldinn var í Birmingham 14. og 15. júní síðastliðinn, var Framför tekin inn. Europa Uomo eru regnhlífarsamtök stuðningshreyfinga fyrir menn með blöðruhálskirtilskrabbamein í 28 Evrópulöndum og talið er að um 100.000 karlmenn sem greindir hafi verið með sjúkdóminn standi að baki hreyfingunum.

21% færri dauðsföll með PSA mælingum

Á fundinum kom fram að talið sé að í Evrópu hafi PSA mælingar dregið úr 21% dauðsfalla. Enn fremur sýna tölur að eftir að hætt var að mæla með PSA mælingum í Bandaríkjunum hafi dánarhlutfall vegna krabbameins í blöðruhálskirtli farið hækkandi í landinu. Samtökin hafa á stefnuskrá sinni að gera PSA mælingar að skyldu.

Í júnímánuði var hafin umfangsmikil könnun á vegum samtakanna um lífsgæði eftir greiningu og meðferð meðal karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtil.

Þráinn Þorvaldsson, formaður krabbameinsfélagsins Framfarar, sótti ársfundinn ásamt Óskari Einarssyni, stjórnarmanni í félaginu. 

Á myndinni er samstarfsfólk Framfarar við inngönguna; frá vinstri Stig Lindahl frá Svíþjóð, Anja Vancauwenbergh ritari samtakanna, Þráinn Þorvaldsson, Írarnir Tom Hope og John Dowling og Óskar Einarsson. 


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?