Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 1. júl. 2019

Framför gengur í Europa UOMO

Samtökin Framför voru nýverið tekin inn í Europa UOMO, Evrópusamtök fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Samtökin Framför eru eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, ætluð körlum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. Á ársfundi Europa UOMO sem haldinn var í Birmingham 14. og 15. júní síðastliðinn, var Framför tekin inn. Europa Uomo eru regnhlífarsamtök stuðningshreyfinga fyrir menn með blöðruhálskirtilskrabbamein í 28 Evrópulöndum og talið er að um 100.000 karlmenn sem greindir hafi verið með sjúkdóminn standi að baki hreyfingunum.

21% færri dauðsföll með PSA mælingum

Á fundinum kom fram að talið sé að í Evrópu hafi PSA mælingar dregið úr 21% dauðsfalla. Enn fremur sýna tölur að eftir að hætt var að mæla með PSA mælingum í Bandaríkjunum hafi dánarhlutfall vegna krabbameins í blöðruhálskirtli farið hækkandi í landinu. Samtökin hafa á stefnuskrá sinni að gera PSA mælingar að skyldu.

Í júnímánuði var hafin umfangsmikil könnun á vegum samtakanna um lífsgæði eftir greiningu og meðferð meðal karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtil.

Þráinn Þorvaldsson, formaður krabbameinsfélagsins Framfarar, sótti ársfundinn ásamt Óskari Einarssyni, stjórnarmanni í félaginu. 

Á myndinni er samstarfsfólk Framfarar við inngönguna; frá vinstri Stig Lindahl frá Svíþjóð, Anja Vancauwenbergh ritari samtakanna, Þráinn Þorvaldsson, Írarnir Tom Hope og John Dowling og Óskar Einarsson. 


Fleiri nýjar fréttir

13. nóv. 2019 : Rekstur skimana verði áfram ein eining

Heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið að færa framkvæmd skimana frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar (fyrir leghálskrabbameinum) og til Landspítala (fyrir brjóstakrabbameinum). Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvar utanumhaldi um gagnagrunn, boðunum í skimanir, uppgjöri þeirra og frumurannsóknarstofu verði fyrir komið. 

Lesa meira

12. nóv. 2019 : Margfaldur ávinningur af jurtafæði - málþing næsta föstudag

15. nóvember í Veröld, húsi Vigdísar frá kl. 15:00 til 16:40. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

8. nóv. 2019 : Sálfélagslegur stuðningur í endur­hæfingu og með­ferð krabba­meina

Niðurstöður fjölda rannsókna leiða í ljós að margvíslegur sálfélagslegur stuðningur hefur jákvæð áhrif á lífsgæði kvenna sem greinst hafa með krabbamein. 

Lesa meira

5. nóv. 2019 : Ráðgjöf nú veitt í Árborg

Í dag var undirritaður á Sjúkrahúsinu á Selfossi samstarfssamningur milli Krabbameinsfélagsins, Krabbameinsfélags Árnessýslu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) um ráðgjöf fyrir sjúklinga í krabbameinsmeðferðum.

Lesa meira

31. okt. 2019 : Dregið í Vinkonuklúbbi Krabbameinsfélagsins

Í dag hlaut ein heppin vinkona veglegan vinning frá Bláa Lóninu fyrir sex. Sú heppna er Bergljót Inga Kvaran.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?