Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Þráinn Þorvaldsson er formaður félagsins. Hann hefur um árabil haldið fyrirlestra um málefnið og stýrt stuðningshópnum Frískir menn fyrir menn sem greinast með sjúkdóminn en fara ekki í meðferð. 

Vefsida

Ráðinn hefur verið starfsmaður í hlutastarf með stuðningi úr Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins. Sérstök heimasíða félagsins er framfor.is og Facebook-síða er Facebook.com/framfor. Þar er ýmsum upplýsingum og fræðslu miðlað og sagt frá stuðningi fyrir menn sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein og maka þeirra.

„Við erum líka með hugmyndir um að stofnaður verði sérstakur stuðningshópur fyrir maka þeirra sem greinast því blöðruhálskirtilskrabbamein er vissulega hjónasjúkdómur og mikilvægt að makar fái einnig stuðning,“ segir Þráinn. 

Félagið stendur fyrir kynningu um starfsemina á haustmánuðum og er von stjórnenda að starfsemin verði öflug til stuðnings þessa hóps. 

„Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla. Um 220 menn greinast með sjúkdóminn á hverju ári eða fjórir menn að meðaltali á viku. Að jafnaði deyr einn maður í hverri viku af völdum sjúkdómsins. Þetta er stór hópur sem þarf stuðning til að fóta sig í nýjum veruleika,“ segir Þráinn að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?