Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Þráinn Þorvaldsson er formaður félagsins. Hann hefur um árabil haldið fyrirlestra um málefnið og stýrt stuðningshópnum Frískir menn fyrir menn sem greinast með sjúkdóminn en fara ekki í meðferð. 

Vefsida

Ráðinn hefur verið starfsmaður í hlutastarf með stuðningi úr Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins. Sérstök heimasíða félagsins er framfor.is og Facebook-síða er Facebook.com/framfor. Þar er ýmsum upplýsingum og fræðslu miðlað og sagt frá stuðningi fyrir menn sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein og maka þeirra.

„Við erum líka með hugmyndir um að stofnaður verði sérstakur stuðningshópur fyrir maka þeirra sem greinast því blöðruhálskirtilskrabbamein er vissulega hjónasjúkdómur og mikilvægt að makar fái einnig stuðning,“ segir Þráinn. 

Félagið stendur fyrir kynningu um starfsemina á haustmánuðum og er von stjórnenda að starfsemin verði öflug til stuðnings þessa hóps. 

„Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla. Um 220 menn greinast með sjúkdóminn á hverju ári eða fjórir menn að meðaltali á viku. Að jafnaði deyr einn maður í hverri viku af völdum sjúkdómsins. Þetta er stór hópur sem þarf stuðning til að fóta sig í nýjum veruleika,“ segir Þráinn að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

 


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?