Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 25. sep. 2020

Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Þráinn Þorvaldsson er formaður félagsins. Hann hefur um árabil haldið fyrirlestra um málefnið og stýrt stuðningshópnum Frískir menn fyrir menn sem greinast með sjúkdóminn en fara ekki í meðferð. 

Vefsida

Ráðinn hefur verið starfsmaður í hlutastarf með stuðningi úr Velunnarasjóði Krabbameinsfélagsins. Sérstök heimasíða félagsins er framfor.is og Facebook-síða er Facebook.com/framfor. Þar er ýmsum upplýsingum og fræðslu miðlað og sagt frá stuðningi fyrir menn sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein og maka þeirra.

„Við erum líka með hugmyndir um að stofnaður verði sérstakur stuðningshópur fyrir maka þeirra sem greinast því blöðruhálskirtilskrabbamein er vissulega hjónasjúkdómur og mikilvægt að makar fái einnig stuðning,“ segir Þráinn. 

Félagið stendur fyrir kynningu um starfsemina á haustmánuðum og er von stjórnenda að starfsemin verði öflug til stuðnings þessa hóps. 

„Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla. Um 220 menn greinast með sjúkdóminn á hverju ári eða fjórir menn að meðaltali á viku. Að jafnaði deyr einn maður í hverri viku af völdum sjúkdómsins. Þetta er stór hópur sem þarf stuðning til að fóta sig í nýjum veruleika,“ segir Þráinn að lokum.

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins veturinn 2020-2021.

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?