Ása Sigríður Þórisdóttir 30. okt. 2020

Frábær nýjung - fjarviðtöl hjá Ráðgjafarþjónustunni

Við erum að upplifa skrítna tíma og margir veigra sér við að koma til okkar, eru í sóttkví eða eiga erfitt með að koma af öðrum ástæðum. Þá er hentugt að þiggja ráðgjöf og stuðning í gegnum fjarfundabúnað.

Á tímum Covid-19 veirunnar sem nú herjar á okkur höfum við þurft að aðlaga okkur að mörgu nýju, okkar heilsu og lífi til varnar. Við höfum sýnt mikla samheldni, útsjónarsemi, úthald og seiglu í baráttunni við þennan vágest.

Í okkar daglegu störfum hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins mætum við fólki sem tekst á við krabbamein og aðstandendum þeirra. Þessi hópur er skilgreindur sem áhættuhópur af Embætti landlæknis og sóttvarnarlæknis, á farsóttartímum og þarf að vernda með öllum ráðum eins og hægt er. Margir þeirra eru að glíma við aukna einangrun, kvíða og áhyggjur við þessar aðstæður.

Á undanförnum vikum og mánuðum, höfum við séð að það reynist mörgum vandasamt og erfitt að leita sér aðstoðar, jafnvel erfiðara en oft áður. Því er það enn mikilvægara nú að fólk viti að það er hægt að fá aðstoð þrátt fyrir breyttar aðstæður með öllum þeim takmörkunum sem settar hafa verið.

Við hjá Ráðgjafarþjónustunni erum til staðar í höfuðborginni, Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum. Það er hægt að hringja í síma 800 4040 og fá spjall eða panta viðtal. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á radgjöf@krabb.is. Nú gefst einnig tækifæri til að fá viðtal í gengum fjarfundarbúnað sem gerir einstaklingum kleift að þiggja þjónustuna hvar á landinu sem þú býrð.

Hægt er að panta fjarviðtal hér.

Fjarviðtal mun aldrei koma í staðin fyrir viðtal þar sem tveir einstaklingar sitja saman og eiga samtal, en er frábær viðbót við þjónustuna. Það geta komið upp aðstæður þar sem erfitt er að komast í eigin persónu og þá er hægt að nýta þessa frábæru nýjung. Í viðtali gefst þér kostur á að ræða það sem liggur þér á hjarta sem getur létt undir á flóknum tímum og gert næstu skref einfaldari.

Kynning á fjarviðtölum í gegnum fjarfundarbúnað KöruConnect

Fjarviðtal stendur öllum til boða. Við erum að upplifa skrítna tíma og margir veigra sér við að koma til okkar af þeirri ástæðu, eru í sóttkví eða eiga erfitt með að koma af öðrum ástæðum. Þá er hentugt að þiggja ráðgjöf og stuðning í gegnum fjarfundabúnað á öruggan hátt um það sem þú hefur þörf fyrir að ræða hverju sinni.

Hvernig er gætt að persónuvernd í fjarviðtali?

Allar persónuupplýsingar sem unnar eru af Köru eru verndaðar af GDPR og lögum nr.90/2018, Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, og skyldumreglugerðum og fyrirmælum.

Hvaða búnað þarf til að taka þátt í fjarviðtali?

Tölvu sem er með myndavél og hljóðnema. Við bjóðumst til að aðstoða og leiðbeina einstaklingum við að tengjast í gegnum síma. Mælt er með því að notaður sé Google Chrome vafrinn. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki til að geta skráð sig inn.

Hvernig virkar þetta?

Þú byrjar á að hafa samband við Ráðgjafarþjónustuna símleiðis eða með tölvupósti og pantar tíma. Síðan færð þú sendan tölvupóst frá starfsmanni Ráðgjafarþjónustunnar sem býður þér að skrá þig í fjarfundarbúnað Kara Connect.

1. Þú smellir á Samþykkja boð.
2. Fyllir út upplýsingarnar og velur þér aðgangsorð (þetta þarf bara að gera einu sinni).
3. Þegar þú hefur lokið nýskráningu lendir þú á heimasvæðinu þínu.
4. Á heimasvæðinu sérðu yfirlit yfir þá fundi sem þú átt bókaða og hefur átt.

Fara í viðtal

Þú færð svo senda áminningu í tölvupósti og sms til að minna á tímann. Tíminn mun birtast á heimasvæðinu þínu við hliðina á dagatalinu.

Það sem þú gerir til að hefja viðtal við ráðgjafa:

1. Smellir á viðtalið sem þú vilt fara í.
2. Smellir á Myndfund í hægra horninu.
3. Gott er að ganga úr skugga um að vafrinn hafi aðgang að myndavél og hljóðnema. Mælt er með því að notaður sé Google Chrome vafrinn.
4. Þá hefst viðtalið við þinn ráðgjafa í mynd.


Fleiri nýjar fréttir

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?