Guðmundur Pálsson 28. apr. 2022

Forstöðu­maður markaðs­mála og fjáröflunar Krabba­meins­félags­ins

Krabbameinsfélagið leitar að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi til að leiða markaðsmál og fjáröflun félagsins. 

Verkefnin eru mjög fjölbreytt, þau helstu: umsjón með Bleiku slaufunni og Mottumars og 19 þúsund Velunnurum félagsins, mánaðarlegum styrktaraðilum. Allt starf félagsins byggir á sjálfsaflafé og eru þetta því lykilverkefni svo félagið megi áfram vinna af krafti í glímunni við krabbamein.

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar krabbamein eru annars vegar. Markmið félagsins eru að fækka krabbameinstilvikum, að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og styðja þá sem takast á við krabbamein og aðstandendur þeirra til betra lífs.

Starfssvið:

  • Forysta í öflugu teymi í markaðsmálum og fjáröflun
  • Þátttaka í stjórnendahópi félagsins
  • Mótun stefnu, markmiða og mælikvarða í málaflokknum
  • Ábyrgð á útfærslu og framkvæmd Bleiku slaufunnar og Mottumars, þar með talin umsjón með framleiðslu og dreifingu á söluvörum
  • Umsjón með öflun styrktaraðila og samskipta við þá
  • Ábyrgð á stjórnun vörumerkja félagsins
  • Þróun nýrra verkefna í fjáröflun
  • Samninga- og áætlanagerð

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða
  • Haldgóð starfsreynsla af markaðsmálum
  • Góð þekking á stafrænum miðlum
  • Góð þekking og reynsla af fjáröflunar- eða sölumálum
  • Góð skipulagshæfni
  • Hæfni til að leiða teymi, lipurð í samskiptum, sköpunarkraftur og frumkvæði

Krabbameinsfélagið nýtur mikils velvilja og trausts meðal almennings og fyrirtækja í landinu.

Hjá félaginu býðst einstakt tækifæri til að vinna með mjög öflugum og metnaðarfullum hópi og láta gott af sér leiða í afar þýðingarmiklum málum. Starfið er afar fjölbreytt og gefur mikil tækifæri til að sýna metnað í starfi.

Umsóknir skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið halla@krabb.is fyrir 16. maí. 

Halla veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?