Guðmundur Pálsson 28. apr. 2022

Forstöðu­maður markaðs­mála og fjáröflunar Krabba­meins­félags­ins

Krabbameinsfélagið leitar að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi til að leiða markaðsmál og fjáröflun félagsins. 

Verkefnin eru mjög fjölbreytt, þau helstu: umsjón með Bleiku slaufunni og Mottumars og 19 þúsund Velunnurum félagsins, mánaðarlegum styrktaraðilum. Allt starf félagsins byggir á sjálfsaflafé og eru þetta því lykilverkefni svo félagið megi áfram vinna af krafti í glímunni við krabbamein.

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar krabbamein eru annars vegar. Markmið félagsins eru að fækka krabbameinstilvikum, að fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og styðja þá sem takast á við krabbamein og aðstandendur þeirra til betra lífs.

Starfssvið:

 • Forysta í öflugu teymi í markaðsmálum og fjáröflun
 • Þátttaka í stjórnendahópi félagsins
 • Mótun stefnu, markmiða og mælikvarða í málaflokknum
 • Ábyrgð á útfærslu og framkvæmd Bleiku slaufunnar og Mottumars, þar með talin umsjón með framleiðslu og dreifingu á söluvörum
 • Umsjón með öflun styrktaraðila og samskipta við þá
 • Ábyrgð á stjórnun vörumerkja félagsins
 • Þróun nýrra verkefna í fjáröflun
 • Samninga- og áætlanagerð

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræða
 • Haldgóð starfsreynsla af markaðsmálum
 • Góð þekking á stafrænum miðlum
 • Góð þekking og reynsla af fjáröflunar- eða sölumálum
 • Góð skipulagshæfni
 • Hæfni til að leiða teymi, lipurð í samskiptum, sköpunarkraftur og frumkvæði

Krabbameinsfélagið nýtur mikils velvilja og trausts meðal almennings og fyrirtækja í landinu.

Hjá félaginu býðst einstakt tækifæri til að vinna með mjög öflugum og metnaðarfullum hópi og láta gott af sér leiða í afar þýðingarmiklum málum. Starfið er afar fjölbreytt og gefur mikil tækifæri til að sýna metnað í starfi.

Umsóknir skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins á netfangið halla@krabb.is fyrir 16. maí. 

Halla veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?