Ása Sigríður Þórisdóttir 8. mar. 2023

Forsetinn fékk fyrsta parið

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning allt frá 2018 þegar fyrstu sokkarnir voru framleiddir.

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis.

Hönnun sokkanna er breytileg ár frá ári og eiga fatahönnuðurinn Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og grafíski hönnuðurinn Þórdís Claessen hjá 66°Norður heiðurinn að þeim í ár. Sala sokkanna er burðarliður í fjáröflun fyrir öflugt rannsókna- og forvarnarstarf og mikilvæg verkefni í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra, en starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja.

Krabbameinsfélagið er afar þakklátt forsetanum fyrir aðstoðina við að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn hugi að heilsunni og dragi það ekki að leita til læknis séu þeir með einkenni.

Sokkarnir koma í sölu 9. mars á hátt í 400 sölustöðum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.  

Forsetinn



Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?