Ása Sigríður Þórisdóttir 8. mar. 2023

Forsetinn fékk fyrsta parið

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson tók í dag á móti fyrsta parinu af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkuðu krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning allt frá 2018 þegar fyrstu sokkarnir voru framleiddir.

Yfirskrift átaksins í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“ og vísar til þess að nýleg rannsókn Krabbameinsfélagsins sýndi fram á að karlmenn sem greindust með krabbamein eftir að hafa fundið fyrir einkennum biðu margir í langan tíma með að leita til læknis.

Hönnun sokkanna er breytileg ár frá ári og eiga fatahönnuðurinn Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og grafíski hönnuðurinn Þórdís Claessen hjá 66°Norður heiðurinn að þeim í ár. Sala sokkanna er burðarliður í fjáröflun fyrir öflugt rannsókna- og forvarnarstarf og mikilvæg verkefni í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra, en starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir alfarið á styrkjum einstaklinga og fyrirtækja.

Krabbameinsfélagið er afar þakklátt forsetanum fyrir aðstoðina við að vekja athygli á mikilvægi þess að karlmenn hugi að heilsunni og dragi það ekki að leita til læknis séu þeir með einkenni.

Sokkarnir koma í sölu 9. mars á hátt í 400 sölustöðum um land allt og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.  

Forsetinn



Fleiri nýjar fréttir

27. mar. 2023 : Stuðningur í verki

Viðtal við hjónin Hildi Ýr Kristinsdóttur og Helga Rúnar Bragason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og heiðursfélaga Round Table Ísland. Söfnunarsíðu Helga Rúnars í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

27. mar. 2023 : Krabbameinsfélagið á ferð og flugi

Eitt af verkefnum Krabbameinsfélagsins er að sinna fræðslu og forvarnarstarfi, en vinnustöðum og fyrirtækjum stendur til boða að fá fræðsluerindi fyrir starfsmannahópa frá sérfræðingum félagsins. 

Lesa meira

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

25. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins í tilefni Mottumars

Á Mottudeginum 31. mars stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“ 

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?