Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jún. 2022

Fjárfestum til framtíðar

Úthlutað úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins í sjötta sinn 2. júní. Veittir voru styrkir til 13 rannsókna að upphæð 68 milljóna króna. Þar af voru fjórir styrkir til nýrra rannsókna og níu framhaldsstyrkir til rannsókna sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum. Alls bárust 28 umsóknir um styrk úr sjóðnum.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 til að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Hryggjarstykki sjóðsins var stofnframlag Krabbameinsfélagsins auk tveggja erfðagjafa; úr Minningarsjóði Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson annars vegar og Minningarsjóði Kristínar Björnsdóttur hins vegar. Síðan hefur sjóðurinn notið stuðnings sjálfsaflafés Krabbameinsfélagsins en þar eru Velunnarar Krabbameinsfélagsins ómissandi.

Sjóðurinn hefur á undanförnum sex árum (2017-2022) veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 mismunandi rannsókna.

Yfirlitsmynd

Styrkþegarnir í ár eru:

  • Berglind Ósk Einarsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk MITF í hindrun ónæmissvars sortuæxla.
  • Erna Magnúsdóttir hlýtur 4.793.400 kr. styrk fyrir verkefnið BLIMP1 miðluð stjórnun á frumuhring í Waldenströmsæxlum.
  • Guðrún Valdimarsdóttir hlýtur 5.400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum meðhöndlaðir með æðaþelssértækum sameindalyfjum - Samanburður á frumæxlum og meinvörpum í ólíkum undirgerðum brjóstakrabbameins.
  • Margrét Helga Ögmundsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
  • Sigurður Yngvi Kristinsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Klínískt notagildi frumuflæðisjárrannsókna í forstigum mergæxlis og áhrif nærumhverfis mergæxlisfrumna á sjúkdómsframvindu.
  • Georgios Kararigas hlýtur 5.269.760 kr. styrk fyrir verkefnið Áhrif nýju curcúmín afleiðunnar C66 á hjartavöðvakvilla af völdum doxórúbicíns.
  • Rósa Björk Barkadóttir hlýtur 3.294.778 kr. styrk fyrir verkefnið Meinvaldandi áhrif BRCA1 c.4096+3A>G könnuð í frumulíkönum.
  • Þórhildur Halldórsdóttir hlýtur 5.554.080 kr. styrk fyrir verkefnið Seinkun aldursklukkunnar: Dregur ljósameðferð úr flýttri líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð?
  • Pétur Orri Heiðarsson hlýtur 5.990.087 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk óreiðusvæða í starfsemi MITF umritunarþáttari.
  • Guðmundur Hrafn Guðmundsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja.
  • Tómas Guðbjartsson hlýtur 1.920.000 kr. styrk fyrir verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi.
  • Valur Emilsson hlýtur 5.878.175 kr. styrk fyrir verkefnið Vensl sermispróteina við þekkt og ný tilfelli krabbameina.
  • Valtýr Stefánsson Thors hlýtur 5.647.397 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð - hvernig og hvenær er rétt að bólusetja? 


IMG_1242

IMG_1169

IMG_1220
IMG_1213IMG_1187

IMG_1199IMG_1194

IMG_1232


Fleiri nýjar fréttir

25. mar. 2023 : Svona nýtist þinn stuðningur

Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi þegar kemur að krabbameinum. Starfsemi og þjónusta félagsins er fyrir alla en í Bleiku slaufunni í október er athyglinni beint að krabbameinum hjá konum og í Mottumars að krabbameinum hjá körlum með áherslu á forvarnir og fræðslu af ýmsu tagi.

Lesa meira

24. mar. 2023 : Einstakrar konu minnst

Í dag er kvödd frá Hallgrímskirkju Gunnhildur Óskarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og stofnandi samtakanna Göngum saman. Með Gunnhildi er gengin einstök kona sem skildi mikið eftir sig. Það er mikill sjónarsviptir að Gunnhildi víða í samfélaginu en mestur er auðvitað missir fjölskyldu Gunnhildar. Hjá Krabbameinsfélaginu er Gunnhildar minnst með mikilli hlýju og virðingu og aðstandendum Gunnhildar sendir félagið innilegar samúðarkveðjur.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Margverðlaunuð motta

Viðtal við Jón Baldur Bogason, þátttakanda í Skeggkeppni Mottumars og stjórnarformann Skeggfjelags Reykjavíkur og nágrennis. Söfnunarsíðuna hans í Skeggkeppni Mottumars má nálgast hér.

Lesa meira

23. mar. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. 

Lesa meira

20. mar. 2023 : Örþing Krabba­meins­félags­ins föstu­daginn 31. mars

Í tilefni af Mottumars býður Krabbameinsfélagið til stutts málþings sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!”.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?