Ása Sigríður Þórisdóttir 3. jún. 2022

Fjárfestum til framtíðar

Úthlutað úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins í sjötta sinn 2. júní. Veittir voru styrkir til 13 rannsókna að upphæð 68 milljóna króna. Þar af voru fjórir styrkir til nýrra rannsókna og níu framhaldsstyrkir til rannsókna sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum. Alls bárust 28 umsóknir um styrk úr sjóðnum.

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður 16. desember 2015 til að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum, meðal annars með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Hryggjarstykki sjóðsins var stofnframlag Krabbameinsfélagsins auk tveggja erfðagjafa; úr Minningarsjóði Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson annars vegar og Minningarsjóði Kristínar Björnsdóttur hins vegar. Síðan hefur sjóðurinn notið stuðnings sjálfsaflafés Krabbameinsfélagsins en þar eru Velunnarar Krabbameinsfélagsins ómissandi.

Sjóðurinn hefur á undanförnum sex árum (2017-2022) veitt 71 styrk, alls 384 milljónir króna, til 41 mismunandi rannsókna.

Yfirlitsmynd

Styrkþegarnir í ár eru:

 • Berglind Ósk Einarsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk MITF í hindrun ónæmissvars sortuæxla.
 • Erna Magnúsdóttir hlýtur 4.793.400 kr. styrk fyrir verkefnið BLIMP1 miðluð stjórnun á frumuhring í Waldenströmsæxlum.
 • Guðrún Valdimarsdóttir hlýtur 5.400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Æxlingar úr brjóstakrabbameinssjúklingum meðhöndlaðir með æðaþelssértækum sameindalyfjum - Samanburður á frumæxlum og meinvörpum í ólíkum undirgerðum brjóstakrabbameins.
 • Margrét Helga Ögmundsdóttir hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
 • Sigurður Yngvi Kristinsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Klínískt notagildi frumuflæðisjárrannsókna í forstigum mergæxlis og áhrif nærumhverfis mergæxlisfrumna á sjúkdómsframvindu.
 • Georgios Kararigas hlýtur 5.269.760 kr. styrk fyrir verkefnið Áhrif nýju curcúmín afleiðunnar C66 á hjartavöðvakvilla af völdum doxórúbicíns.
 • Rósa Björk Barkadóttir hlýtur 3.294.778 kr. styrk fyrir verkefnið Meinvaldandi áhrif BRCA1 c.4096+3A>G könnuð í frumulíkönum.
 • Þórhildur Halldórsdóttir hlýtur 5.554.080 kr. styrk fyrir verkefnið Seinkun aldursklukkunnar: Dregur ljósameðferð úr flýttri líffræðilegri öldrun hjá konum eftir brjóstakrabbameinsmeðferð?
 • Pétur Orri Heiðarsson hlýtur 5.990.087 kr. styrk fyrir verkefnið Hlutverk óreiðusvæða í starfsemi MITF umritunarþáttari.
 • Guðmundur Hrafn Guðmundsson hlýtur 6.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmisstyrking gegn hitatengdri daufkyrningafæð án sýklalyfja.
 • Tómas Guðbjartsson hlýtur 1.920.000 kr. styrk fyrir verkefnið Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi.
 • Valur Emilsson hlýtur 5.878.175 kr. styrk fyrir verkefnið Vensl sermispróteina við þekkt og ný tilfelli krabbameina.
 • Valtýr Stefánsson Thors hlýtur 5.647.397 kr. styrk fyrir verkefnið Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð - hvernig og hvenær er rétt að bólusetja? 


IMG_1242

IMG_1169

IMG_1220
IMG_1213IMG_1187

IMG_1199IMG_1194

IMG_1232


Fleiri nýjar fréttir

23. nóv. 2022 : Blush styrkir Bleiku slaufuna

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush afhenti á dögunum Bleiku slaufunni 1.000.000 króna styrk sem safnaðist í október t.d. með viðburðum í verslun Blush og Blush bingói þar sem allur ágóði af seldum bingó spjöldum rann óskiptur til Bleiku slaufunnar.

Lesa meira

22. nóv. 2022 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Arion banki og Vörður styðja Krabba­meins­félagið

Arion banki og Vörður styrktu Krabbameinsfélagið um 2.178.000 króna sem eru bæði styrkur frá félögunum og afrakstur söfnunar frá kvennakvöldi sem haldið var í höfuðstöðvum félaganna. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn sem skiptir svo sannarlega máli.

Lesa meira

16. nóv. 2022 : Wok On styrkir Bleiku slaufuna

Í Bleiku slaufunni í október voru rauðu take-away boxin á Wok On sett í bleik­an bún­ing og runnu 50 krón­ur af hverj­um seld­um rétti til Krabbameinsfélagsins. Óhætt er að segja að lands­menn hafi tekið þessu vel og seld­ust ríf­lega 23.000 rétt­ir og söfnuðust alls 1.161.950 kr. 

Lesa meira

15. nóv. 2022 : Hreyfum okkur!

Í ár efnir Frjálsíþróttadeild ÍR til samstarfs við Krabbameinsfélagið með Gamlárshlaup ÍR. Þátttakendur Gamlárshlaup ÍR geta hlaupið til styrktar góðu málefni auk þess sem almenningi gefst kostur á að heita á hlaupara og leggja þannig baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?