Ása Sigríður Þórisdóttir 18. okt. 2022

Fengum góða heimsókn frá Gulla Arnari bakara

Gulli Arnar kom færandi hendi til okkar í Skógarhlíðina í gær og afhenti styrk að upphæð 250.000 kr. til styrktar Bleiku slaufunni. Gulli seldi sérstakan bleikan eftirrétt í bakaríinu sínu og rann 60% af ágóðanum til Bleiku slaufunnar. 

Það er óhætt að segja að Gulli Arnar og starfsfólk hans hafi tekið þetta alla leið á bleika daginn því bæði var bakaríið skreytt hátt og lágt í bleikum borðum og blöðrum merktum Bleiku slafunni auk þess sem allir starfsmenn voru í bleikum bolum í tilefni dagsins. Og auðvita var meirihluti þess sem á boðstólnum var þennan dag einnig í bleikum lit.

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum afskaplega þakklát fyrir samstarfsaðila eins og Gulla Arnar og þökkum honum kærlega fyrir hans frábæra framlag. 

Image00003_1666093754239

 


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?