Guðmundur Pálsson 18. maí 2018

Evrópu­dagur krabba­meins­hjúkrunar­fræð­inga 18.maí

  • Úthlutun úr Vísindasjóði 2018
    Styrkhafar Vísindasjóðs 2018 ásamt formanni stjórnar Vísindasjóðs, Sigríði Gunnarsdóttur, til hægri.

Þann 18. maí 2018 halda samtök Evrópskra krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga (EONS) í annað sinn upp á dag krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga í Evrópu. 

Ecnd_web_banner_1_landscape_preview

Dagur evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga er haldinn árlega. Markmiðið dagsins er að vekja athygli á störfum evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga og auka skilning á mikilvægi sérhæfðra starfa krabbameinshjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. 

Í ár leggur EONS áherslu á mikilvægi menntunar og sérhæfingar á sviði krabbameinshjúkrunar. Haustið 2017 hófst diplómanám í krabbameinshjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, en námið byggir m.a. á námskrá EONS. Um 20 hjúkrunarfræðingar hófu nám og mun námið eflaust gera þá betur í stakk búna til að veita krabbameinssjúklingum á Íslandi enn betri þjónustu og færa þeim þannig bætt lífsgæði.  

Á komandi dögum mun margt áhugavert vera á döfinni á vegum EONS og hvetur fagdeildin félgsmenn til að fylgjast með á:

Ecnd_web_banner_2_landscape_preview


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?