Guðmundur Pálsson 18. maí 2018

Evrópu­dagur krabba­meins­hjúkrunar­fræð­inga 18.maí

  • Úthlutun úr Vísindasjóði 2018
    Styrkhafar Vísindasjóðs 2018 ásamt formanni stjórnar Vísindasjóðs, Sigríði Gunnarsdóttur, til hægri.

Þann 18. maí 2018 halda samtök Evrópskra krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga (EONS) í annað sinn upp á dag krabba­meins­hjúkrunar­fræðinga í Evrópu. 

Ecnd_web_banner_1_landscape_preview

Dagur evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga er haldinn árlega. Markmiðið dagsins er að vekja athygli á störfum evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga og auka skilning á mikilvægi sérhæfðra starfa krabbameinshjúkrunarfræðinga til hagsbóta fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. 

Í ár leggur EONS áherslu á mikilvægi menntunar og sérhæfingar á sviði krabbameinshjúkrunar. Haustið 2017 hófst diplómanám í krabbameinshjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, en námið byggir m.a. á námskrá EONS. Um 20 hjúkrunarfræðingar hófu nám og mun námið eflaust gera þá betur í stakk búna til að veita krabbameinssjúklingum á Íslandi enn betri þjónustu og færa þeim þannig bætt lífsgæði.  

Á komandi dögum mun margt áhugavert vera á döfinni á vegum EONS og hvetur fagdeildin félgsmenn til að fylgjast með á:

Ecnd_web_banner_2_landscape_preview


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?