Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2022

Evrópska krabba­meins­vikan: Þetta er krabba­meins­áætlunin þín!

Krabbameinsvika Samtaka evrópsku krabbameinsfélaganna (European week against cancer) stendur nú yfir. Þá er vakin athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Í ár er vakin athygli á því hlutverki sem hvert og eitt okkar hefur í því að stuðla að innleiðingu krabbameinsáætlunar Evrópusambandsins sem miðar að því að sigrast á krabbameini (Europe´s Beating Cancer Plan).

Af hverju skiptir máli að innleiða krabbameinsáætlun?

Spár benda til að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega á næstu árum og lifendum sömuleiðis. Krabbameinsáætlanir eru lykilverkfæri í baráttunni við krabbamein til framtíðar. Vegna þessarar þróunar ákvað Evrópusambandið að vinna mjög metnaðarfulla áætlun um það hvernig hægt er að ná betri árangri í því að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði. Krabbameinsáætlun er afar viðamikil lýðheilsuáætlun þjóðar sem miðar að því að fækka nýgreiningum og draga úr dánartíðni vegna krabbameina og bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein með kerfisbundinni innleiðingu gagnreyndra aðgerða á vettvangi forvarna, snemmgreiningar, meðferðar og líknar með jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi.

Ísland er ekki hluti af Evrópusambandinu en engu að síður á slagorð evrópsku krabbameinsvikunnar einkar vel við hér á landi því um þessar mundir er unnið að því að fá íslensku krabbameinsáætlunina í framkvæmd.

Hér á landi ákvað heilbrigðisráðherra árið 2019 að vinna að framkvæmd verkefna í samræmi við tillögu ráðgjafahóps sem vann að mótun íslenskrar krabbameinsáætlunar á árunum frá 2013 – 2017. Áætlunin var unnin samkvæmt leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO og var upphaflega ætlað að gilda til 2020 en gildistíminn var framlengdur til ársins 2030 til samræmis við heilbrigðisstefnu. Margt hefur áunnist og framfaraskrefin verið mörg undanfarin ár í þjónustu við fólk með krabbamein. Kerfisbundin innleiðing krabbameinsáætlunarinnar er þó ekki hafin að mati Krabbameinsfélagsins sem hélt málþing þess efnis 21. maí sl. Tillögur að íslenskri krabbameinsáætlun eru viðamiklar og innleiðing mun ekki gerast á einni nóttu. En eins og nágrannaþjóðir okkar hafa sýnt er vel hægt að vinna að markmiðum hennar á markvissan hátt og stuðla þannig að mælanlegum árangri fyrir alla.

Láttu krabbameinsáætlunina þig varða, því þetta er krabbameinsáætlunin þín!

Hvernig er hægt að fækka krabbameinstilfellum?

Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með heilsusamlegum lífsvenjum. Meðal þess sem helst hefur áhrif er að reykja ekki né neyta tóbaks í öðru formi, halda sér í hæfilegri líkamsþyngd, borða hollan mat og hreyfa sig daglega, neyta áfengis í hófi eða sleppa því, forðast of mikla sól og taka þátt í skipulegri hópleit að krabbameini.  


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?