Guðmundur Pálsson 27. maí 2020

Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Hvers vegna krabbameinsrannsóknir?

Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Nauðsynlegt er að tryggja að unnt sé að sinna fjölbreyttum rannsóknum á krabbameini enda þarf að rannsaka betur hvernig fækka megi krabbameinstilfellum, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Er ekki bara hægt að rannsaka þetta úti í heimi?

Það er lykilatriði að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar hérlendis. Fyrir utan það að nauðsynlegt er að rannsaka útbreiðslu krabbameina hérlendis sem og árangur meðferða og aðgerða á okkar sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum eigum við heimsklassa vísindamenn og rannsóknarumhverfi sem synd væri að missa úr landi.

Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir

Margvíslegum aðferðum er beitt við rannsóknir á krabbameinum. Hvort sem verið er að finna fjölda fólks sem greinist með tiltekin krabbamein, rannsaka langtímaáhrif þess að greinast með krabbamein, rækta stökkbreyttar krabbameinsfrumur eða skoða áhrif meðferða eða lyfja á meðferð og lífsgæði sjúklinga er markmiðið það sama: framfarir. Það er að segja, færri krabbameinstilfelli, færri dauðsföll og bætt lífsgæði.

Hér er lýsing á nokkrum helstu gerðum rannsókna:

Grunnrannsóknir

  • Grunnrannsóknir fara gjarnan fram á rannsóknarstofu. Algengar rannsóknaraðferðir eru til dæmis ræktun fruma og vefja og rannsóknir á ávaxtaflugum eða músum. Í grunnrannsóknum er reynt að finna út hvers vegna krabbamein myndast, hvernig þau vaxa og breiðast út. Skilningur á þessum þáttum er nauðsynlegur til að hægt sé að þróa aðferðir til að vinna gegn myndun og framþróun krabbameina.

Klínískar rannsóknir

  • Klínískar rannsóknir eru gerðar á fólki, veiku eða heilbrigðu. Þær eru aldrei gerðar nema ítarlegar grunnrannsóknir bendi til að gagnsemi þess sem prófað er sé meiri en möguleg skaðsemi og lúta ströngum öryggiskröfum. Klínískar rannsóknir eru t.d. gerðar til að skoða eða bera saman árangur lyfja, meðferða og aðgerða.

“Translational” rannsóknir

  • Þessi gerð rannsókna nýtir aðferðir grunnrannsókna til að rannsaka sjúklinga. Sem dæmi má nefna þegar verið er að rannsaka áhrif lyfjameðferðar á frumur sem ræktaðar eru úr einstaklingi með krabbamein.

Þróun eða hagnýting nýrrar tækni

  • Rannsóknir á hagnýtingu tækni, sem annað hvort hefur verið þróuð sérstaklega fyrir rannsóknina eða er verið að prófa í nýju samhengi.

Faraldsfræðilegar rannsóknir

  • Faraldsfræðilegar rannsóknir á útbreiðslu og orsökum krabbameina. Með þeim má til dæmis finna tengsl milli reykinga og lungnakrabbameins og algengi ákveðinna krabbameina á Íslandi.

Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?