Guðmundur Pálsson 27. maí 2020

Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Hvers vegna krabbameinsrannsóknir?

Á síðustu áratugum hafa orðið stórkostlegar framfarir í greiningu og meðferð krabbameina fyrir tilstilli krabbameinsrannsókna. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Nauðsynlegt er að tryggja að unnt sé að sinna fjölbreyttum rannsóknum á krabbameini enda þarf að rannsaka betur hvernig fækka megi krabbameinstilfellum, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinst hafa með krabbamein.

Er ekki bara hægt að rannsaka þetta úti í heimi?

Það er lykilatriði að krabbameinsrannsóknir séu stundaðar hérlendis. Fyrir utan það að nauðsynlegt er að rannsaka útbreiðslu krabbameina hérlendis sem og árangur meðferða og aðgerða á okkar sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum eigum við heimsklassa vísindamenn og rannsóknarumhverfi sem synd væri að missa úr landi.

Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir

Margvíslegum aðferðum er beitt við rannsóknir á krabbameinum. Hvort sem verið er að finna fjölda fólks sem greinist með tiltekin krabbamein, rannsaka langtímaáhrif þess að greinast með krabbamein, rækta stökkbreyttar krabbameinsfrumur eða skoða áhrif meðferða eða lyfja á meðferð og lífsgæði sjúklinga er markmiðið það sama: framfarir. Það er að segja, færri krabbameinstilfelli, færri dauðsföll og bætt lífsgæði.

Hér er lýsing á nokkrum helstu gerðum rannsókna:

Grunnrannsóknir

  • Grunnrannsóknir fara gjarnan fram á rannsóknarstofu. Algengar rannsóknaraðferðir eru til dæmis ræktun fruma og vefja og rannsóknir á ávaxtaflugum eða músum. Í grunnrannsóknum er reynt að finna út hvers vegna krabbamein myndast, hvernig þau vaxa og breiðast út. Skilningur á þessum þáttum er nauðsynlegur til að hægt sé að þróa aðferðir til að vinna gegn myndun og framþróun krabbameina.

Klínískar rannsóknir

  • Klínískar rannsóknir eru gerðar á fólki, veiku eða heilbrigðu. Þær eru aldrei gerðar nema ítarlegar grunnrannsóknir bendi til að gagnsemi þess sem prófað er sé meiri en möguleg skaðsemi og lúta ströngum öryggiskröfum. Klínískar rannsóknir eru t.d. gerðar til að skoða eða bera saman árangur lyfja, meðferða og aðgerða.

“Translational” rannsóknir

  • Þessi gerð rannsókna nýtir aðferðir grunnrannsókna til að rannsaka sjúklinga. Sem dæmi má nefna þegar verið er að rannsaka áhrif lyfjameðferðar á frumur sem ræktaðar eru úr einstaklingi með krabbamein.

Þróun eða hagnýting nýrrar tækni

  • Rannsóknir á hagnýtingu tækni, sem annað hvort hefur verið þróuð sérstaklega fyrir rannsóknina eða er verið að prófa í nýju samhengi.

Faraldsfræðilegar rannsóknir

  • Faraldsfræðilegar rannsóknir á útbreiðslu og orsökum krabbameina. Með þeim má til dæmis finna tengsl milli reykinga og lungnakrabbameins og algengi ákveðinna krabbameina á Íslandi.

Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?