Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2020

Evrópska krabbameinsvikan #1

25.- 31. maí.

Fækkum krabbameinstilfellum og minnkum líkur á dauðsföllum af þeirra völdum. 

Nú stendur yfir Krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga (European week against cancer.) Þá vekjum við athygli á ýmsum veigamiklum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.

Verkefnið er stórt;
- þriðji hver landsmaður fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

Hvernig er hægt að fækka krabbameinstilfellum?

  • Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með lífsstíl. Meðal þess sem helst hefur áhrif er að leggja áherslu á fæðu úr jurtaríkinu s.s. heilkornavörur, ávexti, grænmeti og baunir, hreyfa sig reglulega, takmarka eða sleppa áfengi, reykja ekki og huga að sólarvörnum. Nánar um leiðir til að draga úr líkum á krabbameinum.

Hvernig er hægt er minnka líkur á að þeir sem fá krabbamein deyi af völdum meinsins?

  • Verum vakandi fyrir líkamlegum einkennum. Því styttra á veg sem krabbamein er komið þegar meðferð hefst, því meiri líkur eru á að hún beri árangur. Því er mikilvægt veita athygli og bregðast við þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Nánar um einkenni sem geta bent til krabbameins.
  • Skimun fyrir krabbameinum skiptir máli. Á Íslandi er skimað fyrir bæði legháls- og brjóstakrabbameinum hjá konum. Þá er leitað að vísbendingum sem geta gefið til kynna krabbamein eða forstig þess og ef um slíkt er að ræða er hægt að grípa inn í áður en meinið hefur náð að þróast lengra. Því er mikilvægt að konur mæti þegar þeim berst boðsbréf í skimun. Nánar um skimun.
  • Stuðningur við rannsóknir. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir hvað varðar greiningu og meðferð ýmissa krabbameina sem hefur leitt til þess að lífslíkur hafa batnað svo um munar. Framfarirnar byggja að stærstu leyti á fjölbreyttum, umfangsmiklum og kostnaðarsömum rannsóknum um heim allan, líka á Íslandi. Krabbameinsfélagið veitir árlega fé úr vísindasjóði sínum til ýmissa íslenskra rannsókna sem stuðla að aukinni þekkingu. Um vísindasjóðinn.

Fleiri nýjar fréttir

30. sep. 2020 : Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

26. sep. 2020 : Við erum tilbúin að mæta nýjum áskorunum með nýjum leiðum

„Nýjar áskoranir – nýjar leiðir” var yfirskrift blaðs Krabbameinsfélagins sem kom út um síðustu áramót. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Rannsókn: Vaxtarhraði á unglingsárum og mataræði á lífsleiðinni

Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna. Helstu áhættuþættir tengjast æxlunarþáttum en einnig hreyfingu, áfengisneyslu og líkamsþyngd. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Framför endurreist

Nú er unnið að því að endurvekja starfsemi Framfarar, samtaka manna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli. 

Lesa meira

25. sep. 2020 : Viðtal hjá lækni - Hvernig er það best nýtt?

Með undirbúningi fyrir viðtal hjá lækni aukast líkur á því að viðtalið sé gagnlegt jafnt fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein, aðstandendur þess og heilbrigðisstarfsfólk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?