Ása Sigríður Þórisdóttir 25. maí 2020

Evrópska krabbameinsvikan #1

25.- 31. maí.

Fækkum krabbameinstilfellum og minnkum líkur á dauðsföllum af þeirra völdum. 

Nú stendur yfir Krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga (European week against cancer.) Þá vekjum við athygli á ýmsum veigamiklum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er.

Verkefnið er stórt;
- þriðji hver landsmaður fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

Hvernig er hægt að fækka krabbameinstilfellum?

  • Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með lífsstíl. Meðal þess sem helst hefur áhrif er að leggja áherslu á fæðu úr jurtaríkinu s.s. heilkornavörur, ávexti, grænmeti og baunir, hreyfa sig reglulega, takmarka eða sleppa áfengi, reykja ekki og huga að sólarvörnum. Nánar um leiðir til að draga úr líkum á krabbameinum.

Hvernig er hægt er minnka líkur á að þeir sem fá krabbamein deyi af völdum meinsins?

  • Verum vakandi fyrir líkamlegum einkennum. Því styttra á veg sem krabbamein er komið þegar meðferð hefst, því meiri líkur eru á að hún beri árangur. Því er mikilvægt veita athygli og bregðast við þeim merkjum sem líkaminn kann að gefa um að heilsunni sé hætta búin. Nánar um einkenni sem geta bent til krabbameins.
  • Skimun fyrir krabbameinum skiptir máli. Á Íslandi er skimað fyrir bæði legháls- og brjóstakrabbameinum hjá konum. Þá er leitað að vísbendingum sem geta gefið til kynna krabbamein eða forstig þess og ef um slíkt er að ræða er hægt að grípa inn í áður en meinið hefur náð að þróast lengra. Því er mikilvægt að konur mæti þegar þeim berst boðsbréf í skimun. Nánar um skimun.
  • Stuðningur við rannsóknir. Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir hvað varðar greiningu og meðferð ýmissa krabbameina sem hefur leitt til þess að lífslíkur hafa batnað svo um munar. Framfarirnar byggja að stærstu leyti á fjölbreyttum, umfangsmiklum og kostnaðarsömum rannsóknum um heim allan, líka á Íslandi. Krabbameinsfélagið veitir árlega fé úr vísindasjóði sínum til ýmissa íslenskra rannsókna sem stuðla að aukinni þekkingu. Um vísindasjóðinn.

Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?