Sigrún Elva Einarsdóttir 26. maí 2020

Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Nú stendur yfir Krabbameinsvika evrópskra krabbameinsfélaga (European week against cancer). Þá vekjum við athygli á veigamiklum þáttum í því marghliða verkefni sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir þegar krabbamein eru annars vegar.

Verkefnið er stórt; -þriðji hver landsmaður fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

Lífsvenjur okkar frá degi til dags hafa áhrif; heilsusamlegur lífsstíll dregur úr líkum á krabbameinum og getur líka haft jákvæð áhrif á þá sem hafa greinst með krabbamein m.a. hvað varðar langtímaaukaverkanir sjúkdómsins og meðferðar. Þú getur sótt fjölbreytta fræðslu á vefsíðum Krabbameinsfélagsins sem geta hjálpað til við að taka ýmsar góðar ákvarðanir.

Kannaðu málið:


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?