Guðmundur Pálsson 28. maí 2020

Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og erfitt getur verið að finna aftur jafnvægi í lífinu við hinar breyttu aðstæður. Krabbameinsmeðferð reynir á, hvort sem það er skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð og oft þarf að beita fleiri en einni tegund meðferða.

Í árslok 2018 voru yfir 15 þúsund Íslendingar á lífi sem greinst hafa með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein aukist verulega. Um 66% karla og 71% kvenna sem fá krabbamein eru á lífi fimm árum eftir greiningu en þessar tölur eru þó breytilegar eftir tegundum krabbameina. Fimm ára lífshorfur hafa því meira en tvöfaldast frá því skráning hófst og ekkert bendir til annars en að sú jákvæða þróun haldi áfram.

Það getur verið áskorun að takast á við lífið eftir krabbameinsmeðferð. Ef til vill eru aðstæður breyttar og lífið horfir öðruvísi við. Mikilvægt er að ætla sér ekki um of, það skiptir miklu máli að hlusta á líkamann og fara hægt af stað. Krabbameinsmeðferð getur haft mikil og langvarandi áhrif á heilsufar og líðan. Úthaldið getur verið minna í dag heldur en í gær og orkan getur sveiflast milli daga. Með endurhæfingu við hæfi er hægt að draga úr mörgum aukaverkunum og bæta lífsgæði með því að huga að reglulegri hreyfingu og þjálfun. Endurhæfing ætti að hefjast um leið og greining krabbameins á sér stað og er mikilvæg í gegnum allt ferlið. Það skiptir líka miklu máli að hlúa að andlegri líðan og vera vakandi fyrir streitu, vanlíðan eða depurð.

Við hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum til taks og veitum ráðgjöf og stuðning fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fyrir aðstandendur þeirra. Hjá Ráðgjafarþjónustunni er boðið upp á fræðslu, viðtöl, faglega ráðgjöf, djúpslökun, ýmis námskeið og hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks með krabbamein. Við erum við símann alla virka daga frá kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Einnig er boðið uppá ráðgjöf á landsbyggðinni.


Fleiri nýjar fréttir

29. sep. 2023 : Slökkti fyrst eld og keypti svo Bleiku slaufuna

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sala Bleiku slaufunnar hófst á miðnætti í dag, 29. september. Nágranni Krabbameinsfélagsins, Bergrún Ingimarsdóttir, varð fyrst til að tryggja sér slaufu ársins. Það mátti þó litlu muna að það tækist ekki vegna elds sem hún þurfti að ráða niðurlögum að.

Lesa meira

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?