Ása Sigríður Þórisdóttir 3. des. 2021

Erum við að leita að þér?

 • Skógarhlíð

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur og vilt taka þátt í að bæta lífsgæði fólks með krabbamein og aðstandenda þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Krabbameinsfélagið leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem veitir fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins starfar í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
 • Einstaklingsviðtöl
 • Námskeið og hópavinna
 • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir því í tengslum við krabbamein
 • Vinna í þverfaglegu teymi
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
 • Reynsla af vinnu með einstaklingum með krabbamein
 • Þjálfun og reynsla af einstaklingsviðtölum
 • Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt og vilji til að taka frumkvæði
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, mikil færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Reynsla af teymisvinnu
 • Gott vald á íslensku svo og þekkingu á ensku og norðurlandamáli
 • Góð almenn tölvuþekking

Um er að ræða 70 – 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og prófskírteinum skal senda Þorra Snæbjörnssyni teymisstjóra, netfang: thorri@krabb.is fyrir 13. desember. Hann veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

19. ágú. 2022 : Enn styrkist þekkingargrunnurinn sem undirstrikar mikilvægi forvarna gegn krabbameinum

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtust í Lancet tímaritinu í vikunni benda til þess að í næstum helmingi tilfella dauðsfalla af völdum krabbameina megi rekja orsök meinanna til áhættuþátta sem koma mætti í veg fyrir. Á meðal þessara áhættuþátta eru þeir þrír helstu tóbaksreykingar, áfengisneysla og of mikil líkamsþyngd.

Lesa meira
Gunnar Ármannsson hlaupari

18. ágú. 2022 : Heilsufarsávinningur fyrir þig og leið til að styðja góð málefni - það gerist varla betra!

Í gegnum áratugina hefur Reykjavíkurmaraþonið verið hvati margra til að fara að stunda regluleg hlaup og göngur sem er sannarlega frábært því að þeir sem stunda reglulega hreyfingu draga úr líkum á krabbameinum og fjölda annarra sjúkdóma.

Lesa meira

10. ágú. 2022 : Meðvera ný samskiptagátt bætir þjónustu við krabbameinssjúklinga

Krabbameinsfélagið er afar stolt af því að hafa átt þátt í að koma þessu þarfa verkefni á laggirnar. Það var brýnt að finna nýjar og nútímalegri leiðir til að tryggja og efla samskipti milli fagfólks og þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð.

Lesa meira

9. ágú. 2022 : Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið endurnýja þjónustusamning um Krabbameinsskrá

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það mikið ánægjuefni að gengið hafi verið frá áframhaldandi samkomulagi um rekstur skrárinnar sem hefur verið starfrækt hjá félaginu af mikilli fagmennsku í nærri 70 ár. Það er trú okkar að með því að hún sé hluti af Rannsókna- og skráningarsetri félagsins séu bæði gæði og hagnýting skrárinnar sem best tryggð“ segir Halla.

Lesa meira

12. júl. 2022 : Slökkviliðsstörf eru krabbameinsvaldandi

Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC), hefur breytt hættu­flokk­un starfs slökkviliðsmanna í staðfest krabba­meinsvald­andi varðandi krabbamein í fleiðru og krabbamein í þvagblöðru.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?