Ása Sigríður Þórisdóttir 3. des. 2021

Erum við að leita að þér?

 • Skógarhlíð

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur og vilt taka þátt í að bæta lífsgæði fólks með krabbamein og aðstandenda þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Krabbameinsfélagið leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem veitir fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins starfar í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
 • Einstaklingsviðtöl
 • Námskeið og hópavinna
 • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir því í tengslum við krabbamein
 • Vinna í þverfaglegu teymi
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
 • Reynsla af vinnu með einstaklingum með krabbamein
 • Þjálfun og reynsla af einstaklingsviðtölum
 • Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt og vilji til að taka frumkvæði
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, mikil færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Reynsla af teymisvinnu
 • Gott vald á íslensku svo og þekkingu á ensku og norðurlandamáli
 • Góð almenn tölvuþekking

Um er að ræða 70 – 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og prófskírteinum skal senda Þorra Snæbjörnssyni teymisstjóra, netfang: thorri@krabb.is fyrir 13. desember. Hann veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?