Ása Sigríður Þórisdóttir 3. des. 2021

Erum við að leita að þér?

  • Skógarhlíð

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur og vilt taka þátt í að bæta lífsgæði fólks með krabbamein og aðstandenda þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Krabbameinsfélagið leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem veitir fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins starfar í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
  • Einstaklingsviðtöl
  • Námskeið og hópavinna
  • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir því í tengslum við krabbamein
  • Vinna í þverfaglegu teymi
Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
  • Reynsla af vinnu með einstaklingum með krabbamein
  • Þjálfun og reynsla af einstaklingsviðtölum
  • Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt og vilji til að taka frumkvæði
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, mikil færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Reynsla af teymisvinnu
  • Gott vald á íslensku svo og þekkingu á ensku og norðurlandamáli
  • Góð almenn tölvuþekking

Um er að ræða 70 – 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og prófskírteinum skal senda Þorra Snæbjörnssyni teymisstjóra, netfang: thorri@krabb.is fyrir 13. desember. Hann veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?