Ása Sigríður Þórisdóttir 3. des. 2021

Erum við að leita að þér?

 • Skógarhlíð

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur og vilt taka þátt í að bæta lífsgæði fólks með krabbamein og aðstandenda þá gæti þetta verið starf fyrir þig.

Krabbameinsfélagið leitar að öflugum hjúkrunarfræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem veitir fólki með krabbamein og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning. Starfsfólk Krabbameinsfélagsins starfar í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð í þágu fólks með krabbamein og aðstandenda.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra
 • Einstaklingsviðtöl
 • Námskeið og hópavinna
 • Ráðgjöf og stuðningur við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem óska eftir því í tengslum við krabbamein
 • Vinna í þverfaglegu teymi
Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur
 • Reynsla af vinnu með einstaklingum með krabbamein
 • Þjálfun og reynsla af einstaklingsviðtölum
 • Góð skipulagshæfni, hæfni til að vinna sjálfstætt og vilji til að taka frumkvæði
 • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, mikil færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Reynsla af teymisvinnu
 • Gott vald á íslensku svo og þekkingu á ensku og norðurlandamáli
 • Góð almenn tölvuþekking

Um er að ræða 70 – 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hjúkrunarfræðingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. 

Umsóknir, ásamt starfsferilsskrá og prófskírteinum skal senda Þorra Snæbjörnssyni teymisstjóra, netfang: thorri@krabb.is fyrir 13. desember. Hann veitir einnig frekari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?