Ása Sigríður Þórisdóttir 6. maí 2020

Eru hreyfivenjur þínar öðruvísi í samkomubanni?

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin.Við viljum heyra frá þér! Taktu þátt í stuttri könnun er snýr að hreyfingu.

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin. Til dæmis hafa þeir sem vanir voru að fá sér sundsprett í laugunum eða mæta í ræktina þurft að breyta til. Kannski eru sumir þeirra nú farnir að stunda skokk eða göngur af kappi og innilokaðir kvíverjar fjárfestu margir hverjir í ýmsum heimagræjum til að halda sér í formi. Líklega hafa sumir þó misst dampinn og hætt að stunda hreyfingu sem er auðvitað miður. Einnig er líklega til í dæminu að ástandið hafi haft lítil sem engin áhrif og örugglega eru einhverjir meira að segja búnir að hreyfa sig meira en þeir hefðu annars gert.

Hvernig svo sem þessu er háttað hjá hverjum og einum þá finnst okkur hjá Krabbameinsfélaginu það mjög áhugavert enda dregur regluleg hreyfing úr líkum á krabbameinum og eflir almenna heilsu.  Því ákváðum við að kanna þessi mál aðeins og útbjuggum stutta könnun varðandi þetta.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?