Ása Sigríður Þórisdóttir 6. maí 2020

Eru hreyfivenjur þínar öðruvísi í samkomubanni?

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin.Við viljum heyra frá þér! Taktu þátt í stuttri könnun er snýr að hreyfingu.

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin. Til dæmis hafa þeir sem vanir voru að fá sér sundsprett í laugunum eða mæta í ræktina þurft að breyta til. Kannski eru sumir þeirra nú farnir að stunda skokk eða göngur af kappi og innilokaðir kvíverjar fjárfestu margir hverjir í ýmsum heimagræjum til að halda sér í formi. Líklega hafa sumir þó misst dampinn og hætt að stunda hreyfingu sem er auðvitað miður. Einnig er líklega til í dæminu að ástandið hafi haft lítil sem engin áhrif og örugglega eru einhverjir meira að segja búnir að hreyfa sig meira en þeir hefðu annars gert.

Hvernig svo sem þessu er háttað hjá hverjum og einum þá finnst okkur hjá Krabbameinsfélaginu það mjög áhugavert enda dregur regluleg hreyfing úr líkum á krabbameinum og eflir almenna heilsu.  Því ákváðum við að kanna þessi mál aðeins og útbjuggum stutta könnun varðandi þetta.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

_C3A0757_minni

22. jan. 2021 : Lífið er núna - vitundarvakning of fjáröflun Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð dagana 21. janúar til 4. febrúar. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.  

Lesa meira

21. jan. 2021 : Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Lesa meira

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?