Ása Sigríður Þórisdóttir 6. maí 2020

Eru hreyfivenjur þínar öðruvísi í samkomubanni?

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin.Við viljum heyra frá þér! Taktu þátt í stuttri könnun er snýr að hreyfingu.

Sóttkví og samkomubann hefur undanfarnar vikur haft víðtæk áhrif á líf fólks. Þar er hreyfing ekki undanskilin. Til dæmis hafa þeir sem vanir voru að fá sér sundsprett í laugunum eða mæta í ræktina þurft að breyta til. Kannski eru sumir þeirra nú farnir að stunda skokk eða göngur af kappi og innilokaðir kvíverjar fjárfestu margir hverjir í ýmsum heimagræjum til að halda sér í formi. Líklega hafa sumir þó misst dampinn og hætt að stunda hreyfingu sem er auðvitað miður. Einnig er líklega til í dæminu að ástandið hafi haft lítil sem engin áhrif og örugglega eru einhverjir meira að segja búnir að hreyfa sig meira en þeir hefðu annars gert.

Hvernig svo sem þessu er háttað hjá hverjum og einum þá finnst okkur hjá Krabbameinsfélaginu það mjög áhugavert enda dregur regluleg hreyfing úr líkum á krabbameinum og eflir almenna heilsu.  Því ákváðum við að kanna þessi mál aðeins og útbjuggum stutta könnun varðandi þetta.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

25. mar. 2024 : Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?